Vanillukransarnir bráðna í munni og fylla heimilið af ilm

Vanillukransar eru fullkomnir fyrir jólakaffið og veita dásamlega upplifun þegar …
Vanillukransar eru fullkomnir fyrir jólakaffið og veita dásamlega upplifun þegar þeir bráðna í munni. mbl.is/Eyþór Árnason

Árni Þorvarðarson bakari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi fagn­ar ávallt þegar aðvent­an geng­ur í garð. Hann nýt­ur þess að eiga góða sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­unni og baka jóla­smá­kök­ur sem rifja upp æskuminn­ing­arn­ar um gömlu, góðu tím­anna.

Hann deilir að þessu sinni uppskrift af vanillukrönsum sem hon­um finnst vera ómiss­andi að baka fyr­ir hátíðirn­ar með sínu fólki.

Vanilluilmur sem kallar fram hlýjar minningar

„Vanillukransar hafa lengi verið klassískur hluti af jólabakstrinum og gleðja jafnt börn sem fullorðna. Það er eitthvað töfrandi við að nota hakkavél eða sprautupoka til að móta þessa litlu kransa, og þegar þeir koma heitir úr ofninum og bráðna í munni, fyllist heimilið af ljúfum vanilluilm sem kallar fram hlýjar minningar,“ segir Árni með bros á vör.

Árni Þorvarðarson nýtur þess að baka jólasmákökur með sínu fólki …
Árni Þorvarðarson nýtur þess að baka jólasmákökur með sínu fólki og rifja upp fallegar jólaminningar um bernskuna. mbl.is/Eyþór Árnason

Vanillukransar eru fullkomnir fyrir jólakaffið og veita dásamlega upplifun þegar þeir bráðna í munni. Það að baka vanillukransa saman er hefð gaman er að taka upp ef hún er ekki þegar til staðar. Þetta er hefð er viðhöfð á mörgum heimilum sem tengir kynslóðir saman og býr til minningar sem fylgja fjölskyldunni um ókomin ár.

Vanillukransar

  • 80 g flórsykur
  • 155 g smjörlíki, við stofuhita
  • 2 lítil egg (70 ml)
  • 235 g hveiti
  • 2 tsk. vanillusykur
  • Smá salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°C og leggið bökunarpappír á bökunarplötu.
  2. Þeytið saman smjör og flórsykur þar til blandan verður létt og loftkennd.
  3. Bætið eggi, vanillu og salti út í smjörblönduna og hrærið þar til allt er vel blandað.
  4. Bætið hveitinu út í og hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og jafnt.
  5. Notið hakkavél eða sprautupoka með stórum stút til að sprauta út litla hringi á bökunarplötuna.
  6. Bakið í 8-10 mínútur eða þar til kransarnir eru fallega gylltir á köntunum.
  7. Látið kransana kólna á plötunni áður en þið flytjið þá yfir á grind.
  8. Geymið í fallegu jólakökuboxi klæddu bökunarpappír þegar til þið bjóðið upp á dýrðina með aðventukaffinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka