Rúdólfur með rauða nefið

Eydís Rós Hálfdánardóttir býður upp á kokteil með jólalegu ívafi, …
Eydís Rós Hálfdánardóttir býður upp á kokteil með jólalegu ívafi, Rúdólf. Samsett mynd

Veitingastaðurinn Oche Reykjavík í Kringlunni býður upp á kokteilinn Rúdólf. Jólalegra gæti það varla verið nú þegar aðventan er að ganga í garð.

Það var Eydís Rós Hálfdánardóttir, vaktstjóri á Oche Reykjavík, sem gerði kokteilinn. Eydís er 22 ára gömul og hefur starfað sem barþjónn í hátt í þrjú ár. Segja má að hún hafi fengið uppskriftina lánaða hjá samstarfsmanni sínum á Oche, barþjóninum Angel Stefán, sem sigraði kokteilakeppni með þessum kokteil. En hún er búin að krydda hann aðeins með smá jólaívafi.

Eydís hefur mikið dálæti af starfi sínu og nýtur þess …
Eydís hefur mikið dálæti af starfi sínu og nýtur þess að blanda kokteila fyrir gesti sína. Ljósmynd/Aðsend

Rjómakenndur kokteill með jólaívafi

Rúdólf er rjómakenndur þristasúkkulaðikokteill sem er hristur og settur í kalt kokteilaglas, skreyttur með negulkryddi sem vekur ilminn af piparkökum. Kokteillinn er fullkomin samsetning af sætleika og jólalegum kryddum. Rúdólfur er ferskur og bragðgóður kokteill með grenadine-bragði sem er toppaður með sprite-i. Á glasbrún er vanillukrem og kókos sem gefur skemmtilega áferð og minnir á ilminn af jólabakstri,“ segir Eydís.

Við erum að fá góð viðbrögð yfir jólakokteilunum sem við völdum að bjóða upp á í ár,“ segir Eydís ánægð. Uppáhaldskokteill Eydísar er Basil Gimlet og af jólakokteilum er Rúdólfur í uppáhaldi hjá henni og hún deilir hér með lesendum uppskriftinni að honum. Þetta gæti orðið helgarkokteillinn fyrstu aðventuhelgina sem fram undan er.

Rjómakenndur kokteill með jólaívafi. „Rúdólf er rjómakenndur þristasúkkulaðikokteill sem er …
Rjómakenndur kokteill með jólaívafi. „Rúdólf er rjómakenndur þristasúkkulaðikokteill sem er hristur og settur í kalt kokteilaglas, skreyttur með negulkryddi sem vekur ilminn af piparkökum. Ljósmynd/Aðsend

Rúdólfur

  • 60 ml Þristur
  • 45 ml Baileys
  • 15 ml Kahlúa
  • Toppað með neglukryddi

Aðferð:

  1. Setjið hráefnið í hristara og hristið vel.
  2. Hellið í viðeigandi glas á fæti og skreytið með negulkryddi.
  3. Berið fram og njótið.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert