Valkyrjan Bisto & bar skellir í lás

Frá og með 1. desember verður veitingastaðnum Valkyrjunni Bisto & …
Frá og með 1. desember verður veitingastaðnum Valkyrjunni Bisto & bar lokað. Skjáskot/Valkyrjan

Frá og með 1. desember verður veitingastaðnum Valkyrjunni Bistro & bar lokað en þetta kemur fram í Fésbókarfærslu frá fyrirtækinu.

Eigendur hafa því ákveðið að hafa sannkallaðan partýdag á morgun 30. nóvember og auglýsa nú örfá laus pláss í dögurðinn. Um kvöldið verður haldið mikið kosningapartý ætluðu anarkistum, líkt og segir í tilkynningunni.

Eigendur Valkyrjunnar eru Kikka M. Sigurðardóttir og Daniel Ivanovici. Valkyrjan hefur verið starfrækt síðan í janúar á þessu ári en veitingastaðurinn varð til eftir samruna Vegan kaffihússins, Bókasamlagsins og Junkyard.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert