Eftirréttadrottningin, Ólöf Ólafsdóttir, konditor og fyrrverandi meðlimur íslenska kokkalandsliðsins, heldur áfram að gefa lesendum góð bakstursráð. Ráðin hennar Ólafar munu nýtast núna þegar aðventan gengur í garð og hátíðarréttirnir verða framreiddir.
Eitt af því sem margir þora vart að nota er matarlím en matarlím er mjög oft notað í eftirréttagerð.
„Matarlím getur verið mikilvægt þegar kemur að bakstri, enda margar uppskriftir sem eru byggðar upp með matarlími, eins og súkkulaðimús, hlaup og ís svo dæmi séu nefnd.
Matarlími er skipt í þrjá flokka: gull, silfur og brons. Gull er nákvæmast og gefur músinni silkimjúka áferð en brons hins vegar er bragðmikið og stíft í sér. Ég mæli alltaf með að nota gull í allt eða í versta falli silfur.
Í matarlíminu er gelatín sem er prótein unnið úr kollageni sem finnst í bandvefjum dýra og er því skipt í þrjá flokka: gull, silfur og brons.
Þegar talað er um að leggja matarlím í bleyti er mikilvægt að hafa ískalt vatn, lykilatriði er einnig að kreista það þegar að við setjum það í uppskriftina þannig að umfram vatnið leki af því,“ segir Ólöf og bætir við að það sé einfaldara að vinna með matarlím en margur heldur. Æfingin skapi meistarann og enginn eigi að vera óhræddur við að prófa.
Hægt er að fylgjast með Ólöfu í eldhúsinu á Instagram-síðunni hennar hér.