Kóríander- og jalapeño margarita er drykkur helgarinnar og kemur úr kokteilabókinni Heimabarinn eftir þá Andra Davíð Pétursson og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bókinni er að finna fjölmarga girnilega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.
Sökum uppruna undirstöðuspírans tekíla frá Mexíkó er skemmtilegt að leika sér með bragðtegundir sem eru mikið notaðar í mexíkóskri matargerð. Þessa útgáfu gerðu Ivan og Andri sérstaklega fyrir bókina og þykir þessi kokteill einstaklega góður sem drykkjarpörun með mexíkóskum mat.
Fyrir þá sem elska mexíkóskan mat er þessi drykkur alveg frábær. Þetta er æðisleg margarita sem blandar saman öllu því besta frá Mexíkó, tekíla, agave, límónu, mangó, jalapeño og ferskum kóríander.
Kóríander- og jalapeño margarita
Fyrir 1
Skraut
Aðferð: