Franska kokkateymið með meistarakokkinum Paul Marcon sigraði Bocuse d’Or 2025 í ár og fögnuðu ákaft á verðlaunaafhendingunni sem fram fór rétt í þessu í Lyon í Frakklandi. Danir voru í öðru sæti og Svíar hrepptu þriðja sætið.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson og teymið hans lentu í 8. sæti í keppninni sem er mjög góður árangur á heimsmælikvarða. Keppnin var gríðarlega hörð enda bestu matreiðslumenn í heimi að etja kappi.
Hægt er að lesa nánar um úrslitin á heimasíðu Bocuse d’Or hér.