Frakkar sigruðu og hampa titlinum Bocuse d’Or 2025

Franska kokkateymið með meistarakokkinum Paul Marcon sigraði Bocuse d’Or 2025.
Franska kokkateymið með meistarakokkinum Paul Marcon sigraði Bocuse d’Or 2025. Samsett mynd

Franska kokkateymið með meistarakokkinum Paul Marcon sigraði Bocuse d’Or 2025 í ár og fögnuðu ákaft á verðlaunaafhendingunni sem fram fór rétt í þessu í Lyon í Frakklandi. Danir voru í öðru sæti og Svíar hrepptu þriðja sætið.

Frakkar eru sigurvegarar dagsins í Bocuse d’Or og fögnuðu ákaft. …
Frakkar eru sigurvegarar dagsins í Bocuse d’Or og fögnuðu ákaft. Mikil gleði ríkti í höllinni og Frakkarnir grétu gleðitárum. Ljósmynd/Bocuse d’Or

Sindri Guðbrandur Sigurðsson og teymið hans lentu í 8. sæti í keppninni sem er mjög góður árangur á heimsmælikvarða. Keppnin var gríðarlega hörð enda bestu matreiðslumenn í heimi að etja kappi.

Danir hömpuðu silfrinu.
Danir hömpuðu silfrinu. Ljósmynd/Bocuse d’Or
Svíar hlutu þriðja sætið í keppninni.
Svíar hlutu þriðja sætið í keppninni. Ljósmynd/Bocuse d’Or

Hægt er að lesa nánar um úrslitin á heimasíðu Bocuse d’Or hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert