Flak í raspi eins og Ella Stína vill hafa það

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, kann að …
Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, kann að gera gómsæta tartarsósu til að bera fram með flakinu í raspi. Samsett mynd

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína líkt og vörumerkið hennar, hefur sett á markað nýjung „Flak í raspi“ sem þegar er komið í verslanir. Hún gefur lesendum matarvefsins hér uppskrift að einföldum og fljótlegum rétti að flaki í raspi sem borinn er fram með stökkum kartöflum og tartarsósu.

„Flak í raspi er í raun „fiskur“, það sem gerir áferð og bragð einstaklega gott við flakið er að það er unnið úr hrísgrjónamjöli, kjúklingabaunamjöli og hörfræmjöli, og sérstök kryddblanda sem minnir á hafið er samsett til að gera það sem líkast bragði og áferð á fiski. Við erum mikil fiskþjóð og viljum fá fiskinn beint úr hafinu,“ segir Ella Stína.

„Þeir sem eru veganistar sakna stundum að geta fengið sér „fisk“ því ákvað ég að reyna fyrir mér í þessari nýjung með að koma með þessa vöru og hlakka til að sjá viðtökur. Flak í raspi er ótrúlega líkt eins og þegar maður borðaði ýsu í raspi hérna áður en ég gerðist vegan,“ segir Ella Stína.

Flak í raspi er ný vara frá Ellu Stínu úr …
Flak í raspi er ný vara frá Ellu Stínu úr plönturíkinu. Ljósmynd/Þórdís Ólöf Jónsdóttir

Flak í raspi með stökkum kartöflum og tartarsósu

  • 2 pk. flak í raspi, eldað samkvæmt leiðbeiningum

Stökkar kartöflur

  • 1 kg kartöflur
  • 1 msk. paprikukrydd
  • 1 msk. matarsódi
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2-3 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Hitið vatn í stórum potti fyrir kartöflurnar að suðu og bætið við 1 msk. af matarsóda ásamt 1 msk. af salti.
  3. Sjóðið kartöflurnar í 10-15 mínútur eftir stærð, eða þar til þær eru nokkuð soðnar í gegn.
  4. Sigtið þá vatnið frá kartöflunum og hellið köldu vatni yfir svo þær kólni.
  5. Skerið hverja kartöflu í 4 báta og setjið í skál.
  6. Dreifið ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og paprikukryddi og veltið þeim vel í kryddunum og olíunni þannig að kartöflubátarnir séu þaktir.
  7. Dreifið úr bátunum á ofnplötu klædda bökunarpappír eða í eldfast mót.
  8. Bakið í ofni í um 20 mínútur og veltið þeim við inn á milli svo þær verði stökkar á öllum hliðum.

Tartarsósa

  • 1 dl vegan majónes
  • 1 msk. vegan sýrður rjómi (má nota vegan majónes í staðinn)
  • 1 skallottlaukur, saxaður smátt
  • 4-5 sneiðar af súrum gúrkum, smátt söxuðum
  • 1 msk. fersk steinselja, smátt söxuð
  • Safi úr sítrónu eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefni saman í skál og hrærið vel.

Samsetning:

  1. Berið flakið fram með kartöflunum og tartarsósunni og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert