Helga Magga sló í gegn á TikTok með þennan mexíkókjúllarétt

Helga Magga fór á kostum á TikTok á dögunum þegar …
Helga Magga fór á kostum á TikTok á dögunum þegar hún gerði þennan kjúklingarétt. Samsett mynd

Helga Magga sló í gegn á dögunum með þennan kjúklingarétt á TikTok. Hann hittir í mark hjá krökkunum, bæði litríkur og bragðgóður.

Besta er að rétturinn er mjög próteinríkur og því sniðugt að hafa eitthvað kolvetnaríkt meðlæti með eins og kartöflur, hrísgrjón, nachosflögur eða vefju og setja þá réttinn í.

Síðan fer hún leikandi létt með að útbúa þennan rétt og sýnir það vel í myndbandi á TikTok.

@helgamagga.is Nýtt ár, nýjar uppskriftir. Þessi Mexikókjúllaréttur er eitthvað annað góður 👌🏼👌🏼 þú færð allt í þennan rétt í @Hagkaup ♬ Go for a Walk Music Background (Live) - Zen music

Mexíkókjúllaréttur Helgu Möggu

  • 2-3 kjúklingabringur eða um 780 g
  • 1 laukur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 250 g brokkólí
  • 180 g paprika
  • 500 g kotasæla
  • 2 krukkur chunky salsa sósur frá Santa Maria
  • 200 g rifinn mozzarella-ostur
  • Classic Spice mix frá El taco truck
  • Ferskt kóríander (má sleppa)
  • Ferskt chili (má sleppa)
  • Límóna (má sleppa)

Aðferð: 

  1. Byrjið á því að krydda kjúklingabringurnar með taco-kryddinu og skellið þeim svo út á grill. Það er líka hægt að skera kjúklinginn í bita og steikja á pönnu.
  2. Skerið síðan niður lauk, frekar smátt, brokkólí og papriku.
  3. Steikið síðan grænmetið upp úr olíu á pönnu.
  4. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður skerið hann þá í smáa bita og blandið saman við grænmetið á pönnunni.
  5. Setjið síðan blönduna á pönnunni í eldfast mót.
  6. Blandið saman í matvinnsluvél einni dós af kotasælu ásamt tveimur krukkum af salsa sósu og um 2 msk. af taco kryddi.
  7. Hellið síðan sósunni yfir grænmetið og kjúklinginn í eldfasta mótinu og blandað örlítið saman.
  8. Stráið síðan osti yfir.
  9. Hitið ofn í 200°C og setjið eldfasta mótið með réttinum inn í ofn í um það bil 15 - 20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
  10. Berið fram og njótið með því sem ykkur þykir best.   
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert