Frú Halla Tómasdóttir forseti tók á móti fyrstu „Köku ársins“

Björn Skúlason notaði tækifærið í dag þegar Höllu Tómasdóttur forseta …
Björn Skúlason notaði tækifærið í dag þegar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og eiginkonu hans var færð fyrsta Kaka ársins og færði henni líka köku í tilefni konudagsins á sunnudaginn næstkomandi. mbl.is/Karítas

Formaður Landssambands bakarameistara, LABAK, Sigurður Már Guðjónsson, og höfundur kökunnar, Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði, afhentu frú Höllu Tómasdóttur forseta Íslands fyrstu köku ársins 2025 sem þakklæti fyrir að hafa skarað svona rækilega fram úr, stimplað sig inn sem þann glæsilega fulltrúa Íslands bæði heima og erlendis og það sameiningartákn sem hún er.

Eiginmaðurinn fékk koss fyrir kökuna frá eiginkonu sinni, forseta Íslands …
Eiginmaðurinn fékk koss fyrir kökuna frá eiginkonu sinni, forseta Íslands Höllu Tómasdóttur. mbl.is/Karítas

Þeir mættu á Bessastaði í dag ásamt Sigurbjörgu Rósu Sigþórsdóttur varaformanni LABAK og framkvæmdastjóra hjá Bakarameistaranum og dómurum keppninnar, þeim Sjöfn Þórðardóttur fjölmiðlakonu og Bjarka Long frá Mjólkursamsölunni. Þegar Eliza Reid forsetafrú tók á móti fyrstu köku ársins 2024 óskaði hún eftir við Sigurð Má formann að fá að dæma kökuna að ári liðnu og hún var því jafnframt einn dómara keppninnar í ár en forfallaðist erlendis og komst því miður ekki á Bessastaði í dag.

Frú Halla Tómasdóttir forseti kemur Birni Skúlasyni eiginmanni sínum smakk …
Frú Halla Tómasdóttir forseti kemur Birni Skúlasyni eiginmanni sínum smakk af Köku ársins á meðan Sigurður Már Guðjónsson formaður landssambands bakarameistara fylgjist með. mbl.is/Karítas

30 ár síðan fyrsta Kaka ársins var kynnt

Sala á Köku ársins 2025 hófst í bakaríum Landssambands bakarameistara í morgun, föstudaginn 21. febrúar, en kakan er að venju kynnt til leiks í bakaríum í tilefni konudagsins sem er alla jafna fyrsta sunnudag í góu, þetta árið nú á sunnudaginn, 23. febrúar.

„Núna í febrúar eru 30 ár síðan Landssamband bakarameistara kynnti í fyrsta sinn köku ársins. Það var svo 6 árum síðar, eða árið 2001, sem keppt var í fyrsta sinn um bestu kökuna uppi í Menntaskólanum í Kópavogi. Kaka ársins er valin í keppni sem LABAK efnir til árlega og fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómnefnd metur og velur úr þá sem þykir best til þess fallin að hljóta titilinn kaka ársins. Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og er aðalhráefni kökunnar íslenskur rjómi,“ segir Sigurður Már með bros á vör.

Kakan er falleg innan sem utan.
Kakan er falleg innan sem utan. mbl.is/Karítas

Sigurður Már, formaður Labak og „World Confectioner 2022“, sem sjálfur hefur unnið keppnina þrisvar árin 2011, 2018 og 2019, segist ákaflega stoltur að okkar glæsilegi forseti skuli hafa sýnt okkur bökurum og kökugerðarmönnum þann mikla heiður að taka á móti fyrstu kökunni í ár.

Kaka ársins er með frönskum súkkulaðibotn, rjómaostafrómas með bananabragði ásamt …
Kaka ársins er með frönskum súkkulaðibotn, rjómaostafrómas með bananabragði ásamt piparmyntu-ganache, hjúpuð mjólkursúkkulaði. mbl.is/Karítas

Með frönskum súkkulaðibotni og rjómaostafrómas með bananabragði

„Kakan í ár er með frönskum súkkulaðibotni, rjómaostafrómas með bananabragði ásamt piparmyntu-ganache, hjúpuðu mjólkursúkkulaði,“ segir Arnór sem er höfundur kökunnar í ár. En kakan heillaði dómnefndina upp úr skónum og var samdóma álit nefndarinnar að þarna væri sigurkakan komin.

„Við bakarar erum líka stoltir að eiga í samstarfi við og styðja við íslenska bændur og viljum veg íslensks landbúnaðar sem mestan. Bakarastéttin á Íslandi fagnaði í fyrra 190 ára afmæli en hún hófst árið 1834 með stofnun Bernhöftsbakarís sem er fjölskyldufyrirtæki mitt,“ segir Sigurður Már.

Sigurður Már Guðjónsson formaður og höfundur kökunnar, Arnór Ingi Bergsson …
Sigurður Már Guðjónsson formaður og höfundur kökunnar, Arnór Ingi Bergsson hjá Bakaranum á Ísafirði, afhentu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands fyrstu köku ársins 2025 sem þakklæti fyrir að hafa skarað svona rækilega fram úr, stimplað sig inn sem þann glæsilega fulltrúa Íslands bæði heima og erlendis og það sameiningartákn sem hún er. Hún og eiginmaður hennar Björn Skúlason tóku á móti kökunni á Bessastöðum í dag. mbl.is/Karítas
Frú Halla Tómasdóttir forseti var mjög hrifin af kökunni og …
Frú Halla Tómasdóttir forseti var mjög hrifin af kökunni og tjáði bakaranum að bananakaka hafi verið hennar uppáhalds í bernsku. mbl.is/Karítas
Forsetahjónin Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir tók vel á mótu …
Forsetahjónin Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir tók vel á mótu bökurunum og slógu á létta strengi. mbl.is/Karítas
Kaka ársins 2025 er með frönskum súkkulaðibotn, rjómaostafrómas með bananabragði …
Kaka ársins 2025 er með frönskum súkkulaðibotn, rjómaostafrómas með bananabragði ásamt piparmyntu-ganache, hjúpuð mjólkursúkkulaði. mbl.is/Karítas
Björn Skúlason forsetamakinn og eiginkona hans Halla Tómasdóttir forseti Íslands …
Björn Skúlason forsetamakinn og eiginkona hans Halla Tómasdóttir forseti Íslands tóku vel á móti Sigurði Má Guðjónssyni formanni Landssambands bakarameistara á Bessastöðum. mbl.is/Karítas
Bakarinn knái sem sigraði í keppnina um Köku ársins árið …
Bakarinn knái sem sigraði í keppnina um Köku ársins árið 2025 mætti glaður á Bessastaði til forsetahjónanna. mbl.is/Karítas
Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir varaformaður LABAK og framkvæmdastjóri hjá Bakarameistaranum, Sjöfn …
Sigurbjörg Rósa Sigþórsdóttir varaformaður LABAK og framkvæmdastjóri hjá Bakarameistaranum, Sjöfn Þórðardóttir fjölmiðlakona og einn dómara í keppninni um Köku ársins, Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Bjarki Long frá Mjólkursamsölunni sem einnig sat í dómnefndinni, Sigurður Már Guðjónsson formaður LABAK og Arnór Ingi Bergsson höfundur Köku ársins 2025. mbl.is/Karítas
Kökur og kræsingar voru aðalmálefni dagsins á Bessastöðum í dag.
Kökur og kræsingar voru aðalmálefni dagsins á Bessastöðum í dag. mbl.is/Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert