Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar toppaði sig algjörlega á dögunum þegar hún töfraði fram brauðtertu með beikoni og skreytti eins og enginn væri morgundagurinn.
Eins og við þekkjum eru brauðtertur klassík og slá ávallt í gegn á veisluborðum þótt margir vilji ekki viðurkenna það er það samt raunin.
Berglind segir þessa með beikoninu vera einfalda en um leið guðdómlega ljúffenga.
„Ég útbjó eggjasalat með beikoni sem Lukka vinkona kom mér upp á lagið með fyrir nokkrum árum og smjörsteikti brauðtertubrauðið. Þegar það kemur að skreytingu má síðan leyfa hugmyndarfluginu að ráða og ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Berglind með bros á vör.
Hér má sjá Berglindi útbúa brauðtertuna listilega vel:
Berglind skreytti brauðtertuna listilega vel.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Brauðterta með beikoni
Brauðtertufylling
- 350 g beikon
- 11 egg (harðsoðin)
- 300 g Heinz majónes
- 1 lítill rauðlaukur
- Aromat
- 200 g smjör (brætt)
- 5 sneiðar brauðtertubrauð (ílangt)
Aðferð:
- Hitið ofninn í 220°C.
- Eldið beikonið í ofni þar til það er stökkt, þurrkið á pappír og saxið smátt niður, geymið um 3 sneiðar til að skreyta með.
- Útbúið salatið á meðan.
- Saxið rauðlaukinn smátt og blandið eggjum og beikoni saman við saxaðan laukinn.
- Hrærið næst majónesinu saman við og smakkið til með Aromat kryddi.
- Skerið skorpuna af brauðtertusneiðunum og setjið á ofnplötu með bökunarpappír.
- Penslið með bræddu smjöri á báðum hliðum og setjið í 220°C heitan ofninn í um 4 mínútur á hvorri hlið, kælið áður en þið setjið saman.
- Skiptið salatinu í 4 hluta og staflið upp brauðtertubrauðsneiðum með salati á milli og skreytið (sjá að neðan).
Skreyting
- Um 150 g Heinz majónes
- Baunasprettur (um 50 g)
- 2 harðsoðin egg
- 3 stökkar beikonsneiðar
- Steinseljulauf
- Blæjuber
- Sítrónusneiðar