Mikið var um dýrðir á opnunarhófi Food & Fun á TÖLT

Gleðin var í fyrirrúmi á opnunarhófi Food and Fun sem …
Gleðin var í fyrirrúmi á opnunarhófi Food and Fun sem haldið var á hinum fræga bar, TÖLT á The Reykjavík EDITION hóteli. Samsett mynd/Elísabet Blöndal

Matarhátíðin Food & Fun var formlega sett í stórglæsilegu opnunarhófi sem fram fór á TÖLT barnum á The Reykjavík EDITION hótelinu við höfnina í hjarta miðborgarinnar þar sem gestir komu saman til að fagna upphafinu á skemmtilegustu matarhátíð ársins.

Gestakokkarnir í ár koma alls staðar að og eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Allir sem hafa ánægju af því að fara út að borða og njóta ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem verið er að leitast eftir margra stjörnu Michelin-upplifunum eða glænýju bragði og upplifunum sem finnast oft ekki á Íslandi. 

Eins og fram hefur komið á matarvefi mbl.is taka 17 veitingastaðir þátt í ár og matseðlarnir eru hreint út sagt ómóstæðilegar spennandi. Það mun reynast mörgum mjög erfitt að velja hvert skal fara.

Boðið var upp á dýrindis veitingar

Teymið á The Reykjavík EDITION hótelinu bauð upp á dýrindis veitingar sem vöktu verðskuldaða athygli fyrir framsetningu, bragð og áferð. Einnig var boðið upp á nýstárlega og klassíska kokteila sem verða í boði alla helgina á sérstökum pop up viðburði á bæði ROOF barnum upp í á sjöundu hæð þar sem boðið er upp á eitt fegursta útsýni yfir borgina og inni á TÖLT sem þykir einn leyndardómsfyllsti bar landsins.

Boðið var upp á dýrindis veitingar sem kokkateymið á veitingastaðnum …
Boðið var upp á dýrindis veitingar sem kokkateymið á veitingastaðnum TIDES á The Reykjavík EDITION töfruðu fram í tilefni matarhátíðirnar. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Óli Hall framkvæmdastjóri Food & Fun setti hátíðina formlega við þetta tækifæri við mikinn fögnuð gesta.

„Ég er mögulega hlutdrægur en þetta er skemmtilegasta helgi ársins. Við erum að fá til landsins framúrskarandi snillinga og mikla karaktera sem skapa einstaka matarupplifun ásamt bestu veitingastöðum borgarinnar,“ segir Óli en hann hefur undirbúið hátíðina síðustu vikur og mánuði í samstarfi við alla þá veitingastaði sem taka þátt.

Óli Hall framkvæmdastjóri Food and Fun setti hátíðina með formlega …
Óli Hall framkvæmdastjóri Food and Fun setti hátíðina með formlega hætti á TÖLT og bauð til matarveislu sem á án efa eftir að gleðja marga sælkera. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Kokkur segir sögu sína með hverjum rétti

„Það er svo miklu meira á bak við það að fara út að borða í góðum hópi en bara maturinn. Það snýst um alla upplifunina í kring, stemninguna, andrúmsloftið og hvernig kokkurinn nær að segja sína sögu með hverjum rétti.

Svo er það náttúrulega þannig að allir hafa einhverja skoðun á mat, og á Food & Fun fjölgar matargagnrýnendum landsins gríðarlega. Sjaldan er jafn mikið pælt og spekúlerað í því sem er á boðstólum og við hvetjum alla til að deila myndum og sögum af sínum upplifunum,“ segir Óli sposkur á svip.

„En framar öllu er það einstaka stemningin sem myndast á Food & Fun og veitingastöðunum sem taka þátt. Það er alltaf áþreifanleg orka í loftinu, eitthvað sérstakt sem vonandi skilar sér í réttum gestakokkanna og beinustu leið ofan í maga gesta,“ segir Óli að lokum og hlakkar til að njóta þess sem matarhelgin mun bjóða upp á.

Myndirnar lýsa vel gleðinni sem ríkti á TÖLT þegar matarhátíðin var formlega sett.

 

Kræsingarnar fönguðu bæði augu og munn.
Kræsingarnar fönguðu bæði augu og munn. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Framúskarandi gestakokka er mætt hingað til lands og munu alls …
Framúskarandi gestakokka er mætt hingað til lands og munu alls 17 veitingastaðir bjóða upp á Food and Fun matseðla í tilefni þessa. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Óskar Finnsson, Guðmundur Guðmundsson og Erna Svala Ragnarsdóttir .
Óskar Finnsson, Guðmundur Guðmundsson og Erna Svala Ragnarsdóttir . Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Guðvarður Gíslason í góðum félagsskap.
Guðvarður Gíslason í góðum félagsskap. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ragnar Atli Tómasson og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir.
Ragnar Atli Tómasson og Tanja Stefanía Rúnarsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Shrut­hi Basappa, Alba Hough og Erna Svala Ragnarsdóttir.
Shrut­hi Basappa, Alba Hough og Erna Svala Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Óli Hall í góðu spjalli með kokkunum.
Óli Hall í góðu spjalli með kokkunum. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Cesare Batt­isti sem verður á La Prima­vera í Mars­halls­húsi í …
Cesare Batt­isti sem verður á La Prima­vera í Mars­halls­húsi í góðu spjalli. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Sigðurður Hall í góðum félagsskap.
Sigðurður Hall í góðum félagsskap. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Krista Hall.
Krista Hall. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Barþjónarnir sáu um að töfra fram kokteila fyrir gesti.
Barþjónarnir sáu um að töfra fram kokteila fyrir gesti. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Borðskreytingin var skírskotun í íslenska náttúru þar sem fjaran var …
Borðskreytingin var skírskotun í íslenska náttúru þar sem fjaran var í aðalhlutverki. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Gestakokkurinn á TIDES, Lat­eisha Wil­son, í góðum félagsskap.
Gestakokkurinn á TIDES, Lat­eisha Wil­son, í góðum félagsskap. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Gestakokkurinn, Ben Steigers verður á Fisk­markaðinum.
Gestakokkurinn, Ben Steigers verður á Fisk­markaðinum. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Nýstárlegir kjúklingaborgarar.
Nýstárlegir kjúklingaborgarar. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Rækjur rúllaðar inn með mangó með avókadókremi.
Rækjur rúllaðar inn með mangó með avókadókremi. Ljósmynd/Elísbet Blöndal
Sítrónu-smákaka með appelsínu ganache.
Sítrónu-smákaka með appelsínu ganache. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
Hugsað er fyrir hverju smáatriði og gestum boðið upp á …
Hugsað er fyrir hverju smáatriði og gestum boðið upp á að heimsækja einstaka bragðheima. Ljósmynd/Elísabet Blöndal
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert