Allt ætlaði um koll að gera þegar Bratt mætti til leiks

Mattias Bratt og Ari Jónsson voru glaðir með fyrsta kvöldið …
Mattias Bratt og Ari Jónsson voru glaðir með fyrsta kvöldið á OTO á Food & Fun matarhátíðinni. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

Matarhátíðin Food and fun stendur sem hæst þessa stundina og allt iðar af lífi á þeim 17 veitingastöðum sem taka þátt í ár.

Mikið var um dýrðir á veitingastaðnum OTO þegar Mattias Bratt mætti til leiks í eldhúsið og réttirnir voru bornir fram til matargesta. Mikil stemning ríkti á staðnum og Bratt náði að heilla gestina með réttunum sem hann bar fram í samstarfi við Ara Jónsson og teymið á OTO.

Drifkrafturinn bak við vinsæla veitingastaði í Stokkhólmi

Bratt er drifkrafturinn á bak við hina vinsælu veitingastaði Racamaca og Ring Katarina í Stokkhólmi. Árið 2015 opnaði hann, ásamt viðskiptafélaga sínum Rasmus Langer, veitingastaðinn Racamaca; tapasbar með basknesku ívafi staðsettan í hjarta Södermalm. Staðurinn hefur fljótt orðið eftirlæti heimamanna og fagfólks í veitingageiranum og er oftar en ekki röð út úr dyrum eftir borði.

Með félögunum Fredrik og Erik opnuðu þeir svo Ring Katarina, líflegan vín- og matbar við Katarina Bangata 66, þar sem frönsk og ítölsk matargerð sameinast á einstakan hátt. Mattias er einnig einn af stofnendum Gröna Linjen Bryggeri, og hefur bruggað bjóra sem ratað hafa inn á Michelin-stjörnuveitingastaði.

Þrátt fyrir annasaman starfsferil leggur Mattias mikla áherslu á fjölskyldulífið og talar um eins árs son sinn sem sinn kröfuharðasta gagnrýnanda. Mattias er á Íslandi með eiginkonu sinni og barni sem eru að njóta þess að skoða Reykjavík á meðan Mattias töfrar fram kræsingum á Food and Fun-matarhátíðinni.

Hér má sjá stemninguna og réttina sem í boðið eru á Food & Fun matseðlinum hjá OTO.

Hörpuskel, jógúrt, sítrusvinagretta.
Hörpuskel, jógúrt, sítrusvinagretta. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir

 

 

 

Grilluð hörpuskel xipistersósa og hvítlaukur.
Grilluð hörpuskel xipistersósa og hvítlaukur. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Kolbrabbi, salsa verde og súrdeigsbrauð.
Kolbrabbi, salsa verde og súrdeigsbrauð. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Lambamjöðm, rauðrófur og comté heslihnetur.
Lambamjöðm, rauðrófur og comté heslihnetur. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Brenndur manchego ostur, fíkjur og möndlur.
Brenndur manchego ostur, fíkjur og möndlur. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Dökkt súkkulaði, ólífuolía og sjávarsalt.
Dökkt súkkulaði, ólífuolía og sjávarsalt. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Boðið var upp á litríka og ljúffenga kokteila.
Boðið var upp á litríka og ljúffenga kokteila. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
Mikið líf og fjör var í eldhúsinu.
Mikið líf og fjör var í eldhúsinu. Ljósmynd/Rebekka Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert