Hinn einstaki Gísli Matt tekur yfir eldhúsið á Le Kock

Hinn geðþekki Gísli Matthías Auðunsson tekur yfir eldhúsið á Le …
Hinn geðþekki Gísli Matthías Auðunsson tekur yfir eldhúsið á Le Kock á morgun, miðvikudaginn 9. apríl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun, miðvikudaginn 9. apríl, frá klukkan 17:00 til 21:00 breytist Le KocK við Tryggvagötu 14 í hjarta miðborgarinnar í leikvöll fyrir bragðlauka.

Þá mun hinn einstaki Gísli Matt, eigandi Slippsins í Vestmannaeyjum, taka yfir eldhúsið og bjóða gestum upp á úrval rétta sem hann er þekktur fyrir og sett fram í sínum einstaka stíl og með smá Le KocK tvisti.

Á matseðlinum má meðal annars finna heimsfrægu umami þorskvængina, djúsí „smash“ borgara, kleinuhringi með mysukaramellu og ekki síst hinn goðsagnakennda þorskborgara með piparrótarsósu og lamb x.o. kartöflubrauði.

Í tilefni viðburðarins fékk Gísli Matt þessa teikningu af sér …
Í tilefni viðburðarins fékk Gísli Matt þessa teikningu af sér frá teyminu á Le Kock. Ljósmynd/Aðsend

Býður upp á djarfa bragðsamsetningu

„Viðburðurinn er samstarfsverkefni milli mín og Le KocK, þar sem óheflað andrúmsloft verður í forgrunni, frumleg matargerð og djörf bragðsamsetning fara hönd í hönd,“ segir Gísli Matt og bætir við að þetta verði aðeins þetta kvöld.

Þeir sem þekkja til vita að Gísli lætur ekkert eftir sér þegar kemur að því að bjóða upp á eftirminnilega matarupplifun og þetta kvöld verður engin undantekning.

Gísli Matt er frægur fyrir þorskvængina sína sem eru engu …
Gísli Matt er frægur fyrir þorskvængina sína sem eru engu öðru líkir. Ljósmynd/Aðsend

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert