Hugi Rafn Stefánsson landsliðskokkur elskar fátt meira en að grilla allan ársins hring. Hann afhjúpar fyrir lesendum Morgunblaðsins uppskriftina að einum vinsælasta fiskréttinum sem er á matseðlinum á veitingastaðnum Fröken Reykjavík
Hugi er vaktstjóri á veitingastaðnum sem er í miðbæ Reykjavíkur við Lækjargötu. Hann er aðeins 24 ára gamall og hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið til verðlauna í keppnismatreiðslu og vakið athygli fyrir hæfileika sína á því sviði.
Hugi vann meðal annars bronsverðlaun með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikunum í matreiðslu árið 2024, fyrstu verðlaun fyrir Eftirrétt ársins í fyrra og tók þátt í keppninni um titilinn Kokkur ársins með góðum árangri svo fátt sé nefnt. Nú stefnir hann á heimsmeistaramótið í matreiðslu, sem fram fer á næsta ári, með kokkalandsliðinu sem ætlar sér ekkert annað en að fara á verðlaunapall. Sérsvið Huga með landsliðinu er eftirréttagerðin.
Hugi hefur haft áhuga á matargerð frá því hann man eftir sér og eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir er að grilla. „Matargerðin breytist ekki beint mikið á sumrin hjá mér en ég fer bara að grilla miklu meira. Skelli öllu á grillið. Mér finnst virkilega gaman að grilla yfirhöfuð. Allt frá grænmeti yfir í fisk og kjöt,“ segir Hugi með bros á vör.
Huga finnst líka skipta máli hvort hann er að grilla á kolagrilli eða gasgrilli. „Mér finnst skemmtilegra að grilla á kolagrilli því þar get ég stjórnað hitanum betur, bragði og áferð á því sem grillað er. Upp á síðkastið hef ég mikið verið að grilla fisk á beini sem mér finnst ótrúlega gaman og gott. Beinin gefa nefnilega svo mikinn safa og bragð frá sér sem gerir fiskinn enn betri.“
Á Fröken Reykjavík er einn vinsælasti rétturinn einmitt grillaður fiskur á beini og Hugi gefur lesendum uppskriftina að þessum girnilega fiskrétti ásamt meðlætinu. Hér er á ferðinni tindabikkja á beini, gljáð með unagi og poppuðu kínóa og með henni er boðið upp á grillað bock choy með Feykisosti og miso sabayon-sósu. Hugi mælir með að grilla fiskinn með en segir vert að skafa hann síðan af beininu þegar hann er snæddur.
Grilluð tindabikkja á beini, gljáð með unagi og poppuðu kínóa og borin fram með bock choy, rifnum Feykisosti og miso sabayon-sósu
Unagi-gljái
Aðferð:
Tindabikkja á beini (eða annar fiskur á beini)
Grillun á fiski
Bok choy
Aðferð:
Sabayon-sósa
Aðferð:
Poppað kínóa
Aðferð: