Lemon Drop er ferskur, sumarlegur og hvítur drykkur fyrir vandláta

Lemon Drop er sumarlegur og ferskur kokteill fyrir þá vandlátu.
Lemon Drop er sumarlegur og ferskur kokteill fyrir þá vandlátu. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Lemon Drop er ferskur, fallegur, hvítur drykkur með vodka, sítrónu og Triple Sec-appelsínulíkjör. Vel er hægt að mæla með íslenska vodkanum Kötlu í þennan drykk, sem gefur mjúka undirstöðu á móti sítrónubragðinu. Eða þið veljið ykkar uppáhalds vodka í drykkinn. Sykurinn á kantinum gefur skemmtilega áferð og ilmurinn af sítrónuberkinum gefur drykknum ferskan blæ.

Lemon Drop á ættir sínar að rekja til San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna og var fundinn upp af bareigandanum Norman Jay Hobday í kringum 1970. Síðar átti Lemon Drop eftir að rata á drykkjarseðla á börum úti um allan heim.

Upp­skrift­in kem­ur úr kokteila­bók­inni Heima­bar­inn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.

Lemon Drop

  • 50 ml vodki
  • 15 ml Triple Sec
  • 25 ml sítrónusafi
  • 15 ml sykursíróp
  • Sítrónubörkur fyrir auka sítrónulykt

Skraut:

  • Sykur á röndinni á glasinu

Aðferð:

  1. Byrjið á að setja sykur á lítinn disk, bleytið svo kantinn á glasinu með sítrónubáti og dýfið því varlega ofan í sykurinn.
  2. Þá er glasið klárt.
  3. Næst setjið þið öll hráefnin í hristara, fyllið hann alveg upp í topp með klaka og hristið hressilega í 10–15 sekúndur þar til hristarinn er orðinn vel kaldur.
  4. Streinið þá drykknum í gegnum sigti í kælt coupe-glasið.
  5. Til að drykkurinn fái einstakan sítrónuilm takið þið ykkur sítrónubörk í hönd og kreistið olíuna úr berkinum með því að snúa gula enda barkarins yfir glasinu og pressa létt með fingrunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert