Ef þig langar til að gera alvöru marensbombu sem tryllir lýðinn þá verður þú að prófa þessa. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar gerði þessa um daginn en hún elskar Nóa Kropp og sérstaklega þetta nýja. Þegar þessi marensterta var borin fram á borð á hennar heimili hvarf hún hreinlega ofan í heimilisfólkið á augabragði.
Það má stundum leyfa sér og þegar það er að koma að Eurovison er lag að bjóða upp á svona dýrðlegar tertur eins og þessa. Þessi er undurljúffeng og falleg og lætur þig kikna í hjánum.
Nói Kroppið er syndsamlega gott með þessari marenstertu.
Ljósmynd/Berglind Hreiiðars
Rice Krispies marensterta með Nóakroppi
- 4 eggjahvítur
- 220 g sykur
- 60 g Rice Krispies
- 50 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu og salti – saxað
Aðferð:
- Hitið ofninn í 140°C og teiknið 2 x um 20 cm hringi á sinn hvorn bökunarpappírinn í ofnskúffu.
- Þeytið eggjahvítur og sykur saman á meðalhraða þar til topparnir halda sér og sykurinn er uppleystur.
- Vefjið þá Rice Krispies og söxuðu súkkulaðinu saman við með sleikju og skiptið niður í tvo hluta á bökunarpappírana.
- Dreifið úr og mótið hringi, bakið í 60 mínútur og leyfið síðan að kólna niður með ofninum áður en þið fyllið.
Fylling og skreyting
- 600 ml þeyttur rjómi
- 100 g jarðarber (stöppuð)
- 250 g Nóakropp með karamellukurli og sjávarsalti
- 50 g Síríus suðusúkkulaði með karamellu og salti – brætt
Aðferð:
- Blandið þeyttum rjóma, stöppuðum jarðarberjum og helmingnum af Nóakroppinu varlega saman með sleikju.
- Setjið helminginn á milli botnanna og hinn helminginn ofan á seinni botninn.
- Toppið með restinni af Nóakroppinu og bræddu suðusúkkulaðinu.