VÆB og Hagkaup sameinast fyrir Eurovision

VÆB-bræðurnir, Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð, og Hagkaup hafa sameinasta …
VÆB-bræðurnir, Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð, og Hagkaup hafa sameinasta um samstarf í tilefni Eurovision og sett saman svokallaða VÆB-kistu. Samsett mynd

Í tilefni þess að VÆB stígur á svið í kvöld, á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision, hefur verið kynnt til leiks líflegt samstarf milli Hagkaups og tónlistardúettsins að því fram kemur í tilkynningu frá Hagkaup. VÆB dúettinn skipa bræðurnir Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð.

Með þessu samstarfi er markmiðið að skapa Eurovision-stemningu í hæsta gæðaflokki – heima í stofu.Í sameiningu hafa VÆB-bræðurnir og Hagkaup sett saman hina einu sönnu VÆB-kistu sem fæst í öllum verslunum Hagkaups.

Hún inniheldur meðal annars heita ídýfu með rjómaosti, salsasósu og rifnum osti, ferskt guacamole sem er framleitt á staðnum, ásamt úrvali af snakki, ostum og öllu því gúmmilaði sem til þarf fyrir gott Eurovision-partí,“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaup.

VÆB-kistan stúttfull af sælkeravarningi.
VÆB-kistan stúttfull af sælkeravarningi. Ljósmynd/Aðsend

Sérhönnuð VÆB-kaka

Að auki býður 17 Sortir upp á sérhannaða og glæsilega VÆB-köku sem einnig verður fáanleg í Hagkaup,“ bætir Eva Laufey við. En stelpurnar hjá 17 Sortum, Auður Ögn og Sylvía Haukdal, hafa töfrað fram sína útfærslu af VÆB-köku.

„Við viljum að landsmenn geti notið Eurovision með stæl og stemningu – og það er einmitt það sem þetta samstarf snýst um,“ segir Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups. „Við erum ótrúlega stolt af samstarfinu við VÆB og hlökkum til að fagna þessum litríka og skemmtilega viðburði með viðskiptavinum okkar, segir Eva Laufey að lokum, sem er orðin mjög spennt fyrir kvöldinu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert