Undursamlega góð bleikja úr smiðju Jönu

Bleikja með döðlum, sólþurrkuðum tómötum ásamt hvítlauk, límónusafa, rifnum límónuberki, …
Bleikja með döðlum, sólþurrkuðum tómötum ásamt hvítlauk, límónusafa, rifnum límónuberki, parmesanosti og klettasalati. Ljósmynd/Kristjana Steingrimsdóttir

Þegar veðurblíðan leikur við landsmenn er fátt betra en að bera fram létta og bragðgóða rétti sem minna á sólina. Kristjana Steingrímsdóttir heilsumarkþjálfiari, betur þekkt undir nafninu Jana, gerði þessa undursamlega góðu bleikju á dögunum sem er með sumarlegu ívafi.

Hún bakar bleikjuna með döðlum, sólþurrkuðum tómötum ásamt hvítlauk, límónusafa, rifnum límónuberki, parmesanosti og klettasalati sem gefur henni einstaklega frískandi og gott bragð. 

Þessi lítur mjög vel út.
Þessi lítur mjög vel út. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Bleikja með döðlum, klettasalati og sólþurrkuðum tómötum

  • 2-3 bleikjuflök
  • 6-8 steinlausar döðlur
  • 1 box eða handfylli klettasalat
  • 3 msk. sólþurrkaðir tómatar, fínt skornir
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 1 límóna, safinn og börkurinn
  • Smá ólífuolía
  • ½ bolli rifinn parmesanostur
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja bleikjuna í eldfast mót, saltið og piprið eftir smekk.
  2. Saxið döðlurnar, klettasalat, sólþurrkuðu tómatana og hrærið saman í skál.
  3. Hrærið saman við pressaða hvítlaukinn, límónusafann, rifna börkinn af límónunni, ólífuolíu og rifinn parmesanost.
  4. Dreifið þessu vel yfir bleikjuflökin og bakið í ofni við 200°C heitum í um það bil 16-18 mínútur.
  5. Berið bleikjuna fram með brakandi fersku salati og hrísgrjónum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert