Fimm skotheld ráð fyrir grillsumarið

Wiktor Pálsson landsliðskokkur kann listina að grilla þannig að steikin …
Wiktor Pálsson landsliðskokkur kann listina að grilla þannig að steikin verði safarík, meyr og með fallega áferð. Ljósmynd/Unsplash

Wiktor Pálsson landsliðs- og verðlaunakokkur, sem starfar að nýja veitingastaðnum Lólu í Hafnarhvoli, gefur lesendum fimm skotheld ráð fyrir grillsumarið sem nýtast vel þegar steik skal grilla. Hann segir að það skipti sköpun að huga að þessum atriðum til að steikin verði meyr og rétt elduð.

Landsliðs- og verðlaunakokkurinn Wiktor Pálsson gefur lesendum góð grillráð.
Landsliðs- og verðlaunakokkurinn Wiktor Pálsson gefur lesendum góð grillráð. mbl.is/Karítas

Fimm skotheld ráð þegar steik skal grilla

  1. Láttu kjötið temprast vel áður en það fer á grillið. Kaldur kjötbiti getur eldast ójafnt – taktu hann úr ísskápnum 30–60 mínútum áður en þú grillar.
  2. Forhitið grillið vel. Hitið grillið í að minnsta kosti 10–15 mínútur áður en þú byrjar að elda. Þetta tryggir jafna eldun og kemur í veg fyrir að matur festist.
  3. Notaðu kjöthitamæli. Til að tryggja að kjötið sé fulleldað (en ekki ofeldað), notaðu kjöthitamæli. Sérstaklega gagnlegt með kjúkling og grísakjöt.
  4. Ekki snúa of oft.Leyfðu kjötinu að fá góða steikarmyndun (brúningu) áður en þú snýrð því. Einn snúingur getur oft verið nóg fyrir steikur og hamborgara.
  5. Hvíldu kjötið eftir eldun. Þegar þú tekur kjötið af grillinu, láttu það hvíla í 5–10 mínútur. Þá dreifist safinn jafnt og kjötið verður safaríkara.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka