Bongóblíðu er spáð um land allt um helgina, meira segja hitametið er í hættu. Þá er lag að grilla og njóta með sínum allra bestu.
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi Spírunnar og veisluþjónustunnar Kokkanna, heldur áfram að gefa lesendum Matarvefsins uppskriftir að góðum grillsósum sem vert er að prófa með grillmatnum um helgina.
Hann er snillingur í því að gera kaldar og bragðgóðar grillsósur og hér er hann mættur með ferska og líflega hvítlauks, límónu- og myntusósu. Þessi passar ákaflega vel með grilluðum kjúkling, fisk og lambakjöti. Mynta er til að mynda fullkomin með lambakjöti svo fátt sé nefnt.
Hvítlauks, límónu- og myntusósa
Aðferð: