Hvítlauks, límónu- og myntusósan kemur með frískandi og líflegt bragð

Köld myntusósa sem kemur frískandi og líflegt bragð sem passar …
Köld myntusósa sem kemur frískandi og líflegt bragð sem passar ákaflega vel með grilluðum kjúkling, fisk og lambakjöt svo fátt sé nefnt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bongóblíðu er spáð um land allt um helgina, meira segja hitametið er í hættu. Þá er lag að grilla og njóta með sínum allra bestu.

Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi Spírunnar og veisluþjónustunnar Kokkanna, heldur áfram að gefa lesendum Matarvefsins uppskriftir að góðum grillsósum sem vert er að prófa með grillmatnum um helgina.

Hann er snillingur í því að gera kald­ar og bragðgóðar grillsós­ur og hér er hann mættur með ferska og líflega hvítlauks, límónu- og myntusósu. Þessi passar ákaflega vel með grilluðum kjúkling, fisk og lambakjöti. Mynta er til að mynda fullkomin með lambakjöti svo fátt sé nefnt.

Rúnar Gíslason er iðinn við að grilla í fallegu veðri …
Rúnar Gíslason er iðinn við að grilla í fallegu veðri og þá er kaldar, bragðgóðar grillsósur ómissandi hluti af máltíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvítlauks, límónu- og myntusósa

  • 10 hvítlauksgeirar með
  • 1 msk. balsamic edik
  • 300 g grísk jógúrt
  • 100 g majónes
  • 1 stk. límóna, börkur og safi
  • Fersk mynta eftir smekk

Aðferð:

  1. Eldið hvítlaukinn á 150°C hita í 15 mínútur án þess að taka utan af honum.
  2. Kreistið svo hvítlaukinn úr hýðinu þegar hann kólnar í skál og stappið vel.
  3. Blandið svo öllu út í og hrærið saman.
  4. Geymið í kæli fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert