Gráðostasósan sem þú átt eftir að missa þig yfir

Gráðostasósan sem þú átt eftir að missa þig yfir.
Gráðostasósan sem þú átt eftir að missa þig yfir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þessi gráðostasósa er tryllingslega góð og steinliggur með grilluðum fiskréttum, kjúklingi, steikum og meira segja grænmeti. Áferðin á þessari sósu er gróf sem gerir hana enn betri. Þeir sem elska gráðosta eiga eftir að missa sig yfir þessari.

Rúnar Gíslason er meistari í sósugerð.
Rúnar Gíslason er meistari í sósugerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi Spírunnar og veisluþjónustunnar Kokkanna, á heiðurinn af þessari ómótstæðilega góðu gráðostasósu. Þetta er þriðja uppskriftin að grillsósu sem hann afhjúpar fyrir lesendum sem kemur sér afar vel þar sem grillveðrið hefur verið upp á sitt besta síðustu daga.

Grillsósurnar þrjár, allra ljúffengar og gjörólíkar.
Grillsósurnar þrjár, allra ljúffengar og gjörólíkar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gróf gráðostasósa

  • 2 stk. íslenskur gráðostur (2x120 g)
  • 1 dl hvítvínsedik
  • 180 g sýrður rjómi
  • 120 g majónes
  • 1 tsk. hunang
  • Sjávarsalt eftir smekk
  • Mulinn svartur pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Takið annan gráðostinn og hellið edikinu yfir.
  2. Stappið þetta saman.
  3. Blandið svo öllu saman nema hinum gráðostinum og hrærið vel.
  4. Grófstappið svo hinn gráðostinn í sér skál og hellið sósugrunninum yfir og hrærið.
  5. Geymið í kæli þar til þið ætlið að bera hann fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert