Þessi gráðostasósa er tryllingslega góð og steinliggur með grilluðum fiskréttum, kjúklingi, steikum og meira segja grænmeti. Áferðin á þessari sósu er gróf sem gerir hana enn betri. Þeir sem elska gráðosta eiga eftir að missa sig yfir þessari.
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi Spírunnar og veisluþjónustunnar Kokkanna, á heiðurinn af þessari ómótstæðilega góðu gráðostasósu. Þetta er þriðja uppskriftin að grillsósu sem hann afhjúpar fyrir lesendum sem kemur sér afar vel þar sem grillveðrið hefur verið upp á sitt besta síðustu daga.
Gróf gráðostasósa
Aðferð: