Hvern langar ekki í suðræna drykki í þessari bongóblíðu? Anna Eiríks, einkaþjálfari með meiru og uppskriftahöfundur, er komin með uppskrift að æðislegri próteinbombu sem er frískandi að njóta úti í sólinni.
„Ég er búin að vera með algjört æði fyrir þessari suðrænu próteinbombu eftir æfingar undanfarið. Hún er svo fersk, sæt og góð. Það má bæta grískri jógúrt eða skyri út í hana til þess að fá enn þá meira prótein og einnig má setja aðeins meiri vökva ef þið hafið ekki tíma til að gera skál og viljið breyta henni í þeyting. Próteinrík og bragðgóð bomba sem þið verðið að prófa,“ segir Anna með eina slíka við höndina.
Anna Eiríks heldur úti Instagramsíðu hér þar sem finna má fleiri uppskriftir sem gleðja bæði líkama og sál.
Suðræn próteinbomba
Fyrir 2
Aðferð: