Pikklað rauðkál er fullkomið með sumargrillinu

Undursamlega gott pikklað rauðkál sem passar ákaflega með grillmatnum.
Undursamlega gott pikklað rauðkál sem passar ákaflega með grillmatnum. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þegar grilltímabilið hefst er ljúft að geta gengið að pikkluðu rauðkáli í kælinum. Það finnst alla vega Hönnu Thordarson sælkera með meiru. Pikklað rauðkál er sælkerameðlæti og er fáranlega auðvelt að gera og geyma. Hanna á heiðurinn af þessari uppskrift að pikkluðu rauðkáli sem er dásamlega gott.

Það passar vel með ýmsum grillmat og er meinhollt. Pikklað rauðkál er til að mynda skemmtileg tilbreyting á hamborgarann eða pylsurnar.

Einnig er gott að geyma rauðkál en það geymist lengur ferskt og gott heldur en venjulegt grænmeti.

Pikklað rauðkál

  • 400 g rauðkál, hreinsa ytra byrðið og skorið í þunnar sneiðar
  • 1 vorlaukur, efri parturinn (græni), skorinn í þunnar sneiðar
  • ½ tsk. salt
  • 2 msk. safi úrlímónu (1 u.þ.b. 1 límóna)
  • 1/2 msk. hunang

Aðferð:

  1. Setjið rauðkálssneiðarnar í stórt ílát. 
  2. Stráið salti yfir og kreistið rauðkálið með höndnunum.
  3. Bætið vorlaukssneiðunum, límónusafanum og hunanginu við, látið standa í u.þ.b. 10 mínútur.
  4. Geymið vel í lokuðu íláti í kæli fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert