Vinsælustu grillspjótin sem hafa slegið í gegn

Grillaður humar, grillaður ostur, grillað grænmeti og nautakjöt eru allt …
Grillaður humar, grillaður ostur, grillað grænmeti og nautakjöt eru allt saman góðar hugmyndir. Samsett mynd

Þessa dagana eru næstum allir í grillstuði og þá er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þessar uppskriftir að grillspjótum hafa slegið í gegn á matarvefnum gegnum tíðina sem allar bjóða upp á skemmtilegar bragðupplifanir fyrir bragðlaukana.

Hér er á ferðinni undursamlegt og sumarlegt salat með grilluðum humri úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar.

Grilluð humarspjót borin fram á girnilegu salati.
Grilluð humarspjót borin fram á girnilegu salati. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Grillspjót með osti og grænmeti sem gómsætt er að njóta en osturinn minnir einna helst á Halloumi-ost sem ostaunnendur hafa miklar mætur á. Þessi uppskrift kemur líka úr smiðju Berglindar Hreiðars.

Grillaður ostur og grænmeti sem gleður bragðlaukana.
Grillaður ostur og grænmeti sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hér er á ferðinni einstaklega bragðgóður spariréttur sem hittir alltaf í mark enda bragðsamsetning sem getur ekki klikkað. Á spjótinu er nautalund með chimi churri en eins og matgæðingar vita getur chimi churri ekki klikkað með grilluðu kjöti. Heiðurinn af þessari gleði á matgæðingurinn Snorri Guðmundsson.

Lúxusgrillspjót með nautalund og chimi churri.
Lúxusgrillspjót með nautalund og chimi churri. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson

Þessi dásamlegu kjúklingaspjót með BBQ og makkarónusalati er veisla að njóta. Eins og oft áður kemur þessi uppskrift úr smiðju Berglindar Hreiðars.

BBQ maríneraður kjúklingur á spjóti borin fram með makkarónum sem …
BBQ maríneraður kjúklingur á spjóti borin fram með makkarónum sem bráðna í munni. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi eru sumarleg og gómsæt að njóta. Kjúklingaspjót í sinneps- og hvítlaukskryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi er réttur sem allir geta gert. Heiðurinn af þessari gleði á Hildur Rut Ingimarsdóttir matarbloggari.

Kjúklingaspjót í sinneps- og hvítlaukskryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa …
Kjúklingaspjót í sinneps- og hvítlaukskryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi. Ljósmynd/Hildur Rut Ingimarsdóttir

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert