Stefania Malen bakarameistari flutti til Kaupmannahafnar í Damörku fyrir liðlega ári síðan og hóf nýjan kafla í lífi sínu. Þessa dagana blómstrar hún í faginu og nýtur þess að baka danskar kræsingar. Hún gefur lesendum Matarvefsins uppskrift að klassískri danskri rabarbaraköku sem á vel á þessum árstíma.
„Ég lauk sveinsprófi í bakstri árið 2022 og útskrifaðist sem bakarameistari árið 2024. Sama ár fékk ég þann heiður að verða hluti af íslenska bakaralandsliðinu og keppa á heimsmeistaramóti ungra bakara. Það var algjör draumur og ævintýri sem ég mun aldrei gleyma.
Eftir þessa dýrmætu reynslu ákvað ég að stíga út fyrir þægindarammann og flytja til Danmerkur. Í lok september 2024 flutti ég til Kaupmannahafnar og hóf nýjan kafla í mínu lífi,“ segir Stefanía og brosir sínu fallega brosi.
Í dag starfar hún sem yfirbakari hjá Bake My Day. Bakaríið er staðsett á Amager í Kaupmannahöfn, með verslanir bæði í Amager og í mollinu Fisketorvet.
„Mér líður mjög vel þar, það er bæði gaman og gefandi að vinna í þessu umhverfi. Í Bake My Day er ótrúlega skemmtilegt að starfa. Ég fæ að gera það sem ég elska, að baka og svo er það ekki síður yndislegt að vinna með æðislega skemmtilegu fólki,“ segir hún og brosir allan hringinn.
„Eftir að hafa elt drauminn minn á Íslandi fann ég hjá mér þörf fyrir að opna mig fyrir einhverju nýju, að prófa mig áfram utan örugga rammans, að flytja út og sjá hvert lífið gæti leitt mig. Það var bæði spennandi og óvíst, en stundum þarf maður einmitt að opna sig, treysta innsæinu og leyfa sér að stíga út í óvissuna.
Því það er einmitt þar, utan við það sem maður þekkir, sem stærstu draumarnir geta ræst og maður fær tækifæri til að vaxa, bæði sem fagmanneskja og manneskja.“
Stefanía deilir hér með lesendum uppskrift að rabarbaraköku sem Danir eru sérstaklega hrifnir af. „Ég ákvað að búa til þessa köku vegna þess að sumarið er að nálgast, og mér finnst fátt betra en að njóta góðrar rabarbaraköku á hlýjum og björtum sumardegi,“ segir Stefanía að lokum og heldur út í sólina með bros á vör.
Klassísk dönsk rabarbarakaka
Deigið:
Aðferð:
„Crumble“ (mylsna á toppinn)
Aðferð: