Berglind býður upp á heslihnetusúkkulaðimús með frægu kexi

Heslihnetusúkkulaðimús með þeyttum rjóma og frægu kexi sem margir elska.
Heslihnetusúkkulaðimús með þeyttum rjóma og frægu kexi sem margir elska. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Ef ykkur langar að útbúa ljúffengan og einfaldan eftirrétt er hér einn góður sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Þetta er heslihnetusúkkulaðimús með kexi sem margir lesendur kannast eflaust við.

„Ballerina-kex er mögulega eitt besta kex veraldar að mínu mati og hér er ég búin að útbúa „Ballerina-súkkulaðimús“ því það er aldrei hægt að gera of margar útfærslur af slíkri,“ segir Berglind stolt.

Heslihnetusúkkulaðimús

Fyrir 6 skálar/glös

  • 180 g Göteborgs Ballerina kex + 6 stykki til skrauts
  • 220 g súkkulaði-heslihnetusmjör
  • 850 ml rjómi (skipt)
  • 3 msk. flórsykur
  • Kakóduft til skrauts

Aðferð:

  1. Myljið 180 g af kexi í blandara og skiptið niður í botninn á glösunum.
  2. Bræðið súkkulaði-heslihnetusmjörið í örbylgju ásamt 50 ml af rjómanum.
  3. Hitið við meðalhita í 20 sekúndur nokkur skipti og pískið síðan saman.
  4. Þeytið 500 ml af rjóma og flórsykur létt á meðan.
  5. Bætið næst súkkulaðiblöndunni saman við rjómann og þeytið áfram þar til léttþeytt súkkulaðiblanda er tilbúin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert