Jói Fel afhjúpar leyniuppskriftina að BBQ-sósunni sinni

Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, afhjúpar hér uppskrifitna …
Jóhannes Felixson, betur þekktur sem Jói Fel, afhjúpar hér uppskrifitna að sinni frægu BBQ-sósu sem enginn stenst. mbl.is/Karítas

Jóhannes Felixson, betur þekktur undir nafni Jói Fel, býr til eina bestu BBQ-sósu sem margir hafa bragðað. Það hefur verið beðið eftir því að hann afhjúpi leyndardóma sósunnar og hvaða hráefni það eru sem gerir hana svona góða.

Hann afhjúpar hér uppskriftina fyrir lesendum og eins og frægt er orðið þá er víst erfitt að hætta eftir fyrsta smakkið.

Þessi BBQ-sósa er alveg rosaleg og nota ég hana á næstum allt sem ég grilla. Hvort sem það er kjúklingur, svínarif eða lambakótilettur. Hún er líka góð ein og sér sem dipp með t.d. kjúklingaleggjum yfir góðu sjónvarpi eða grillpartíi,“ segir Jói um sósuna sína frægu.

Jói heldur úti uppskriftavefnum Eldabaka þar sem hann deilir með fylgjendum sínum öllum sínum uppáhaldsuppskriftum og er iðinn að bæta við flóruna.

Ómótstæðilega góð BBQ-sósa sem enginn stenst eftir fyrsta smakkið.
Ómótstæðilega góð BBQ-sósa sem enginn stenst eftir fyrsta smakkið. mbl.is/Karítas

BBQ-sósan hans Jóa Fel

  • 1 stk. hvítur laukur
  • 6 stk. hvítlauksrif
  • 200 ml Boli bjór
  • 400 g tómatsósa
  • 10 dropar tabasco-sósa
  • 50 g eplaedik
  • 50 g worchester-sósa
  • 1 msk. dijon sinep
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. chilli krydd
  • 1 tsk. cayenne krydd
  • 130 g púðursykur

Aðferð:

  1. Saxið laukog hvítlaukgróft niður og steikið uppúr olíu.
  2. Blandið síðanrestinni saman við.
  3. Sjóðið rólega í um það bil 20 mínútur.
  4. Sigtið sósuna í gott ílát.
  5. Sósuna má geyma í lokuðu íláti í um það bil 2-3 vikur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert