Mögulega einfaldasta og besta karamellukakan

Dýrðleg karamellukaka sem allir geta leikið eftir.
Dýrðleg karamellukaka sem allir geta leikið eftir. Samsett mynd

Þessi dásamlega einfalda kaka með karamellu- og möndlutoppi passar vel fyrir helgar­bakst­ur­inn. Mögulega er þetta einfaldasta og besta karamellukakan sem völ er á.

Þessi dásamlega karamellukaka er mögulega sú einfaldasta og besta sem …
Þessi dásamlega karamellukaka er mögulega sú einfaldasta og besta sem völ er á. Ljósmynd/Brynja Dadda

Heiðurinn af uppskriftinni á Brynja Dadda Sverr­is­dótt­ir ástríðubak­ari en hún segir að inn­blástur­inn fyrir baksturinn fái hún uppi í fjall­inu í Kjós­inni þar sem hún býr. Hún fær oft barnabörnin í heimsókn sem panta ávallt bakkelsið hennar og kökur með kaffinu. Brynju finnst ekkert dýrmætara en að geta glatt þau með heimabökuðum kræsingum og meðlæti.

Þessi karamellukaka er meðal þess er í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum.

Sneið sem unaður er að njóta á góðum degi.
Sneið sem unaður er að njóta á góðum degi. Ljósmynd/Brynja Dadda

Einföld kaka með karamellu- og möndlutoppi

  • 2 egg
  • 170 g sykur
  • 200 g hveiti
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 50 g bráðið smjör
  • 1,5 dl mjólk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofninn í 180°C hita.
  2. Hrærið egg og sykur vel saman.
  3. Blandið hveiti og lyftidufti saman við.
  4. Að lokum bætið þið bræddu smjöri og mjólk út í.
  5. Hrærið þar til blandan verður létt og mjúk.
  6. Auðvelt er að breyta þessari í meiri möndluköku með því að bæta við 1/2 tsk. af möndludropum.
  7. Hellið deiginu í kringlótt meðalstórt form.
  8. Setið inn í ofn við 180°C hita og bakið í 30- 40 mínútur, munið að ofnar eru misjafnir.
  9. Best er að stinga prjóni í kökuna og athuga hvort hann kemur hreinn upp, þá er kakan tilbúin.
  10. Gerið næst karamellubráðina og látið kökuna kólna áður en karamellubráðinni er hellt yfir.

Karamellubráð

  • 50 g smjör
  • 100 g púðursykur
  • Rjómi, smá skvetta

Aðferð:

  1. Bræðið saman smjör og púðursykur rólega og hrærið stöðugt í.
  2. Setjið rjómaskvettu út í – það frussast vel – farið varlega og hrærið vel saman.
  3. Sósan þykknar við að sjóða aðeins lengur.
  4. Setjið sósuna yfir þegar kakan hefur kólnað.
  5. Þið verðið að meta hvenær hægt er að hella henni yfir kökuna án þess að hún renni út um allt. Ef hún verður of þunn má bara bera hana með.
  6. Stráið að lokum möndluflögum yfir.
  7. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert