Sumarleg grillspjót með grænmeti og grillosti úr smiðju Berglindar

Berglind Hreiðarsdóttir veit hvernig á að gleðja matarhjartað með gómsætum …
Berglind Hreiðarsdóttir veit hvernig á að gleðja matarhjartað með gómsætum og einföldum grillréttum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Hreiðars hjá Gotteri og gersemar setti saman þessi sumarlegu og góðu grillspjót með girnilegu grænmeti og nýjum grillosti frá Gott í matinn. Frábær réttur sem hentar bæði sem smáréttur eða meðlæti með grillmatnum.

Það er hægt að velja annað grænmeti á spjótið, til að mynda eftir því hvað er til í ísskápnum og svo er náttúrulega allra best að velja íslenskt.

Osturinn og grænmetið passa ákaflega vel saman og svo er líka dásamlegt að grilla þessi spjót á kolagrilli, það gefur aðra áferð og bragð. Grillosturinn er í anda Halloumi sem margir þekkja og það er kærkomin viðbót að fá þennan í íslensku ostaflóruna.

Einnig fylgir uppskrift að jógúrtdressingu sem passar vel með og auðvitað má hver og einn velja sína uppáhaldsdressingu með grillspjótunum.

Girnileg grillspjót hjá Berglindi þar sem grænmeti og grillostur leika …
Girnileg grillspjót hjá Berglindi þar sem grænmeti og grillostur leika aðalhlutverkið. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Grillspjót með grænmeti og osti

Fyrir 4

  • 1 stk. Grillostur (260g)
  • 150 g sveppir
  • 1 stk. rauðlaukur
  • 1/2 stk. kúrbítur
  • grillolía með hvítlauk eftir smekk
  • ólífuolía eftir smekk

Aðferð:

  1. Skerið grillostinn niður í sneiðar/bita sem eru um 1 cm á þykkt.
  2. Skerið rauðlauk og kúrbít niður.
  3. Grillið í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk.
  4. Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu.
  5. Penslið næst þunnu lagi af grillolíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið
  6. Grillið í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk.

Jógúrtdressing

  • 200 ggrísk jógúrt
  • 2 msk.saxað kóríander
  • 1/2 stk. límónusafi og börkur
  • 1 stk. hvítlauksrif, rifið
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman í skál og hrærið vel.
  2. Berið fram með grillspjótunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka