Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, getur ekki beðið eftir Stykkishólmsgleðinni þegar Cocktail Week verður haldin þar í fyrsta skipti og þá í heila viku. Þetta verður í fyrsta skipti sem hátíðin stendur yfir í viku.
Hátíðin hefst með pomp og prakt á mánudaginn og í tilefni þess deilir Teitur með lesendum uppskrift að einum allra vinsælasta kokteil á Íslandi sem er helgarkokteillinn að þessu sinni.
„Hér er um að ræða „Basil Gimlet Original“ í Slippbars-útgáfunni og það er aldrei að vita nema hann leynist seðli í Hólminum í næstu viku,“ segir Teitur og bætir við að hann hvetji áhugasama til að mæta í Stykkishólminn til að taka þátt í hátíðinni og því sem bærinn hefur upp á að bjóða.
„Það verður mikið um dýrðir, bæði í mat og drykk og skemmtilegir tónar munu óma um bæinn,“ segir Teitur að lokum.
Hægt er að finna allar upplýsingar um hátíðina á vef Barþjónaklúbbsins, bar.is
Basil Gimlet - Upprunalega Slippbars-útgáfan
Fyrir 1
Aðferð: