Einn ískaldur „Basil Gimlet“ inn í helgina í boði Teits

Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands býður upp á helgarkokteilinn …
Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands býður upp á helgarkokteilinn að þessu sinni, Basil Gimlet í upprunalegu Slippbars útgáfunni. Samsett mynd

Teitur Riddermann Schiöth, forseti Barþjónaklúbbs Íslands, getur ekki beðið eftir Stykkishólmsgleðinni þegar Cocktail Week verður haldin þar í fyrsta skipti og þá í heila viku. Þetta verður í fyrsta skipti sem hátíðin stendur yfir í viku.

Hátíðin hefst með pomp og prakt á mánudaginn og í tilefni þess deilir Teitur með lesendum uppskrift að einum allra vinsælasta kokteil á Íslandi sem er helgarkokteillinn að þessu sinni.

„Hér er um að ræða „Basil Gimlet Original“ í Slippbars-útgáfunni og það er aldrei að vita nema hann leynist seðli í Hólminum í næstu viku,“ segir Teitur og bætir við að hann hvetji áhugasama til að mæta í Stykkishólminn til að taka þátt í hátíðinni og því sem bærinn hefur upp á að bjóða.

„Það verður mikið um dýrðir, bæði í mat og drykk og skemmtilegir tónar munu óma um bæinn,“ segir Teitur að lokum.

Hægt er að finna allar upplýsingar um hátíðina á vef Barþjónaklúbbsins, bar.is

Basil Gimlet - Upprunalega Slippbars-útgáfan

Fyrir 1

  • 60 ml gin
  • 30 ml ferskur límónusafi
  • 25 ml sykursíróp (1,5 hluti sykur/1 hluti vatn)
  • 10 basillauf
  • Svartur pipar eftir smekk
  • Klaki eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman nema piparnum í kokteilhristara og hristið vel með nógu miklu af klaka.
  2. Tvísigtið kokteilinn í kokteilaglas og skreytið með basillaufi og svörtum pipar.
  3. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert