Kremuð límónu- og chilisósa sem Jói Fel elskar

Jóhannes Felixsson, alla jafna kallaður Jói Fel, er mikill nautnaseggur …
Jóhannes Felixsson, alla jafna kallaður Jói Fel, er mikill nautnaseggur og elskar fátt meira en ljúffengar sósur sem gera allar máltíðir betri. mbl.is/Karítas

Jóhannes Felixson, betur þekktur undir nafni Jói Fel, er meistari í sósugerð og finnst ómissandi að bera fram góðar sósur með grillréttunum sínum. Ein af hans uppáhaldssósum er þessi kremaða límónu- og chilisósa sem hann segist hreinlega elska.

„Þessi er alveg frábær með öllum fiski hvort sem hann er grillaður eða eldaður á pönnu eða í ofni. Hún er mjög fersk með miklu og góðu biti frá chilli og hvítlauk. Límónan gefur sósunni ferskan sumarblæ. Hún er meira segja líka mjög góð með grilluðum kjúkling en þá hef ég skellt einni teskeið af paprikukryddi út í til að fá fallegan lit og meira bragð,“ segir Jói um sósuna sína ljúfu.

Kremuð límónu- og chili-sósa sem Jói Fel segir að sé …
Kremuð límónu- og chili-sósa sem Jói Fel segir að sé algjört lostæti að njóta. Ljósmynd/Jóhannes Felixson

Kremuð límónu- og chilisósa

  • 2 msk. fersk steinselja
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 stk. límóna, börkur og safi
  • 4-5 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 stk. rauður chili, fræhreinsaður
  • 1 msk. hvítvínsedik
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 2 góðar msk. sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í matarvinnsluvél nema sýrða rjómann.
  2. Maukið vel saman í um það bil tvær mínútur.
  3. Setjið síðan í restina sýrða rjómann saman við og vinnið í um það bil 5-10 sekúndur, eða þar til sósan er komin vel saman.
  4. Setjið í skál og geymið í kæli þar til þið ætlið að bera hana fram.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert