Ef þú ert að leita að góðri, einfaldri og heimabakaðri lausn í nesti eða fyrir ferðalagið, þá er þessi langloka með osti akkúrat það sem þú þarft. Hún er mjúk og seig að innan, með stökkri ostaáferð að utan sem bráðnar fallega í ofninum. Hún minnir á ferskt brauð úr bakaríinu – en þú gerir hana sjálf/ur með hráefnum sem þú þekkir og treystir.
Langlokan hentar einstaklega vel með alls kyns áleggi: kjötáleggi, eggjasalati, tómötum, eða bara smjöri og osti. Hún er frábær í lautarferðir, skólaboxin eða sem helgarbiti með góðum kaffibolla. Þegar hún kemur volg úr ofninum fær hún alla við borðið til að brosa.
Heiðurinn af þessari uppskrift og hugmyndum að áleggi á okkar tryggi bakarameistari, Árni Þorvarðarson, fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.
„Þessi langloka með osti sameinar það sem við elskum mest við heimabakstur sem er ilmur, áferð og einfalt notagildi. Hana má skera í sneiðar, frysta og hita síðar – eða bera fram heita með smjöri og grænmeti,“ segir Árni.
„Ef þú vilt breyta til má strá kryddjurtum yfir ostinn áður en hún fer í ofninn, eða fylla hana með osti og skinku áður en hún er rúlluð upp. Ein uppskrift – fjölbreyttar útgáfur,“ bætir Árni við.
Langlokan er alltaf góð hugmynd, hvort sem þú ert að undirbúa fjölskyldunesti, gönguferðir, veisluborð eða einfaldlega nýtur bakstursins fyrir sjálfa þig.
Langloka með osti
Aðferð: