„Nýi sumarseðillinn er sannkallað hnossgæti“

Leifur Kolbeinsson á La Primavera hefur veg og vanda af …
Leifur Kolbeinsson á La Primavera hefur veg og vanda af rekstri veitingastaðiarins Hnoss og hefur nú sett saman nýjan sumarmatseðill fyrir brönsinn. mbl.is/Árni Sæberg

Hnoss Bistro á jarðhæð Hörpu er fyrir löngu orðinn fastur punktur í íslenskri veitingahúsaflóru. Leifur Kolbeinsson á La Primavera hefur veg og vanda af rekstri Hnoss og matseldinni sem hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum gestum Hörpu.

Skemmst er að minnast samstarfs Leifs og Lucasar Keller á Coocoo’s Nest sem vakti verðskuldaða athygli. Þar var framreiddur bröns í hlaðborðsformi með sígildum réttum af hinum rómaða Coocoo’s Nest.

Sumarhnoss skal það vera

Nú þegar sumarið er gengið í garð hefur Leifur ásamt kokkateymi sínu sett saman nýjan sumarseðil sem hefur fengið nafnið „Sumarhnoss“ og kennir þar ýmissa girnilegra grasa. Í stað hlaðborðsformsins þá er Sumarhnoss í a’la carte-formi. Sjálfur „Brönsplattinn“ er í aðalhlutverki á seðlinum en einnig er í boði „Vegan-brönsplatti“ og „Barna-brönsplatti“.

Nýr sumarseðill „Sumarhnoss“ hefur lítið dagsins ljós á Hnoss. Í …
Nýr sumarseðill „Sumarhnoss“ hefur lítið dagsins ljós á Hnoss. Í stað hlaðborðsformsins þá er Sumarhnoss í a’la carte-formi. Ljósmynd/Aðsend

„VIð erum komin í sumarskap, það er ekkert flókið. Okkur finnst alltaf gaman að fagna sumrinu með nýjum og ferskum réttum og nýi sumarseðillinn er að okkar mati fjölbreyttur og frábær,“ segir Leifur og bætir við: „Nýi sumarseðillinn er sannkallað hnossgæti og við vonum að hann muni hitta í mark. Sumarhnoss inniheldur m.a. spennandi sumarsalat, Egg Benedikt í þremur útfærslum, belgískar vöfflur og þeytt skyr.

Egg Benedikt er hægt að fá í þremur útfærslum.
Egg Benedikt er hægt að fá í þremur útfærslum. Ljósmynd/Aðsend

En rúsínan í pylsuendanum er Mimosan á Hnoss, hún verður á sérstöku sumarverði og einnig verður matargestum boðið upp á að gera sína eigin Mimosu en þá mætir einfaldlega flaska af Piccini ásamt appelsínusafa á borðið,“ segir Leifur enn fremur.

Réttirnir eru hver öðrum fallegri og fanga augað.
Réttirnir eru hver öðrum fallegri og fanga augað. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir áhugasama er hægt að sjá meira hér.

Girnilegir brönsdiskarnir á Hnoss.
Girnilegir brönsdiskarnir á Hnoss. Ljósmynd/Aðsend
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert