Stykkishólmur Cocktail Week hófst í dag, mánudaginn 16. júní, í blíðskaparveðri. Helstu staðirnir íStykkishólmi eru að setja upp fjölbreytta kokteilaseðla fyrir vikuna. Þeir etja svo kappi á sunnudaginn á lokaviðburði SCW með keppniskokteilunum sínum. Hátíðin stendur yfir þangað til sunnudaginn 22. júní næstkomandi.
Gestum og gangandi er boðið að koma í smakk. Þeir sem eru á leiðinni í Hólminn og langar að taka smakk er hér skemmtilegur leiðarvísir yfir Stykkishólmur Cocktail Week.
Teitur Riddermann Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands er kominn með ágætis leiðarvísi fyrir það sem langar að skreppa í Hólminn eða eiga leið þangað þessa vikuna.
„Á leið inn í bæinn er hægt að koma við á Fosshótel Stykkishólmi og smakka kokteilinn Piglet Sour-Prise, en hann inniheldur Beikin infúserað Jack Daniel's (viský), sítrónusafa, hlynssíróp og bittera. Ekta fyrir viskýáhugamenn.
Síðan er hægt að stefna á Skipper og prófa Sama Mar með Bombay Sapphire gini og rabarbaralíkjöri.
Á einu fallegasta hóteli Íslands, Hótel Egilsen, er hægtað gæða sér á kokteilnum Welcome to the Jungle sem inniheldur Bacardi Carta Blanca (ljóst romm), heimagert vanillusíróp, fersk vínber, ferskan sítrónusafa, ferska mintu, aquafaba og heimagert rósmarínsíróp.
Þá er kannski góð hugmynd að gista eina nótt og halda svo áfram daginn eftir. Klárum ekki allt á einum degi,“ segir Teitur og glottir.
„Við fikrum okkur svo nær höfninni og stefnum á Narfeyrarstofu, en sú vel þekkta ölstofa býður upp á kokteilinn Chilli Möndlugott. Hann inniheldur Amaretto, Bacardi Carta Blanca (ljóst romm), ananassafa, límónu, chili hunangssíróp og angostura bitter.
Loks er það endastöðin, að heimsækja Sjávarpakkhúsið og að smakka Eldblóm með Monkey 47 Sloe gini, Eldblóm, hindberjum, aquafaba og límónu.
Eftir þessa ævintýraför er tími til kominn að hver og einn finni sinn uppáhaldskokteil. Vert er að vekja athygli á því að allir staðirnir bjóða einnig upp á óáfenga kokteila svo það þarf enginn að örvænta þó að hann drekki ekki áfengi,“ segir Teitur að lokum.
Á hátíðinni fer einnig fram happdrætti og allir geta unnið sem taka þátt. Leikurinn fer þannig fram að hver og einn taki mynd af uppáhaldskokteilnum sínum, setji inn á samfélagsmiðla og taggi Stykkishólmur Cocktail Week.
Einnig er hægt að setja myndina inn á „ story“, á Facebook, sem póst á Instagram eða jafnvel hægt að vera með myndband af sér að skála. Allt leyfilegt. Síðan á að skila myndinni á Hanastéli í Hólminum þar sem úrslitin verða kynnt á lokaviðburði SCW á sunnudaginn 21. júní næstkomandi. Þá verða þátttakendur að sýna myndina á staðnum og komast þá í pottinn.Dregnir verða út veglegir vinningar á viðburðinum.