Eitt af því vinsælasta sem Íslendingar kunna að meta þegar hátíðarkaffi er borið fram eru það nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma. Það er tilvalið að bjóða upp á heitar vöfflur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, sem fram undan er á morgun.
Margir geta skellt í vöffludeig án þess að vera með uppskrift og fara létt með það. Svo eru aðrir sem þiggja skothelda uppskrift sem ekki er hægt að klúðra. Valgerður Gréta Gröndal, betur þekkt undir nafninu Valla, ætlar að bjóða upp á vöfflur á morgun og deildi með lesendum sinni uppáhaldsuppskrift að vöfflum sem hún ber fram með klassískum hætti, með sultu og rjóma.
„Þessar eru bakaðar á mínu heimili nánast vikulega og alltaf jafn vinsælar. Það er svo auðvitað smekksatriði hvað sett er á vöfflurnar en sulta og rjómi er líklega það langflestir velja. Hér nota ég St. Dalfour frönsku jarðarberjasultuna en hún er án viðbætts sykurs og svo fersk og góð. Svo auðvitað þeyttan rjóma og fersk ber sem gera allt betra,“ segir Valla.
Vöfflurnar hennar Völlu
Meðlæti
Aðferð: