Veitingahúsið ÓX hlaut græna Michelin-stjörnu í gær

Í gærkvöld hlaut ÓX græna Michelin-stjörnuog er það ein viðurkenningin …
Í gærkvöld hlaut ÓX græna Michelin-stjörnuog er það ein viðurkenningin til viðbótar en fyrir var veitingastaðurinn með eina Michelin-stjörnu. Þráinn Freyr Vigfússon veitingamaður hjá ÓX tók við viðurkenningunni í gær við hátíðlega athöfn. Samsett mynd

Í gærkvöld hlaut ÓX græna Michelin-stjörnu og er það enn ein viðurkenningin til viðbótar fyrir starfsfólkið á ÓX en fyrir var veitingastaðurinn með eina Michelin-stjörnu. Þeir veitingastaðir sem þykja skara fram úr í sjálfbærni fá græna stjörnu í Michelin-handbókinni. 

Þetta er mikill heiður fyrir veitingastað og eftirsótt stjarna í veitingaheiminum. Græn stjarna í Michelin-handbókinni er gefin þeim veitingastöðum sem þykja skara fram úr í sjálfbærni. Viðurkenningin hefur verið veitt árlega frá árinu 2020.

Eins og fram kom á RÚV sagðist Þráinn Freyr Vigfússon, veitingamaður á ÓX, það væri afar ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir þennan þátt í starfinu. Hann er bæði stoltur og hrærður og þakkar einnig starfsfólkinu sínu fyrir þeirra störf. Hann segir þetta vera mikinn heiður fyrir þá sem þessa stjörnu hljóta sem og hina virtu Michelin-stjörnu.

Sjálfbærni höfð að leiðarljósi

Í allri starfsemi staðarins er sjálfbærni höfð að leiðarljósi og einnig var hún í forgrunni í hönnun staðarins. En innrétting staðarins var smíðuð árið 1961.

Stofan er afar heimilisleg þegar inn er komið á ÓX.
Stofan er afar heimilisleg þegar inn er komið á ÓX. mbl.is/Sjöfn

Þráinn rekur líka veitingastaðinn Sümac sem er með Michelin-meðmæli.

Þrír veitingastaðir á Íslandi eru nú með Michelin-stjörnu. Auk Óx eru það veitingastaðirnir Moss við Bláa lónið og Dill í Reykjavík sem skartar líka grænni stjörnu.

Í dag var einnig tilkynnt hvaða staðir yrðu í Michelin-handbókinni sem gefin er út fyrir Norðurlöndin. 

Veitingastaðurinn Hosiló í Reykjavík bættist í hóp þeirra veitingastaða sem fá meðmæli í handbókinni. Þetta eru Matur og drykkur, OTO, Brút, TIDES og Sümac. Þráinn rekur einnig þann síðastnefnda.

Innréttingin í eldhúsinu er frá árinu 1961 og kemur frá …
Innréttingin í eldhúsinu er frá árinu 1961 og kemur frá ömmu og afa Þráins. Hér er Þráinn með hluta af teyminu sínu á ÓX. mbl.is/Sjöfn

Matarvefur mbl.is óskar Þráni og teyminu hans og Hosiló innilega til hamingju með þessa virtu viðurkenningu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert