Sjáið Önnu Marín búa til guðdómlegt súkkulaðitart

Ómótstæðilega girnilegt súkkulaðitart úr smiðju Önnu Marín.
Ómótstæðilega girnilegt súkkulaðitart úr smiðju Önnu Marín. Ljósmynd/Aðsend

Anna Marín Bentsdóttir er snillingur í eftirréttagerð og gerði þetta guðdómlega súkkulaðitart á dögunum fyrir Ljúfa líf, uppskriftarvef Nóa Síríus, sem bráðnar í munni. Þeir sem elska súkkulaði eiga eftir að dýrka þessa tertu, hún bæði ljúffeng og falleg fyrir augað.

Freistandi að prófa þessa sneið.
Freistandi að prófa þessa sneið. Ljósmynd/Aðsend

Hún gerði þetta frábæra TikTok-myndband þar sem hún fer vel yfir hvert skref. Það er upplagt að leika listina eftir myndbandinu og gleðja matarhjartað með ómótstæðilega góðu súkkulaðitarti á fallegum rigningardegi.

@ljufalif

Einn af eftirréttum sumarsins? Smash ,,tart“ með súkkulaði og karamellu ✨

♬ original sound - Ljúfa líf

Súkkulaðitartið hennar Önnu Marín

Botn

  • 3 pk. Smash (300 g)
  • 180 g bráðið smjör

Aðferð:

Myljið Smash-súkkulaðið í matvinnsluvél þar til allt er mulið fínt.

  1. Hellið smjörinu yfir og hrærið þar til allt kemur lauslega saman.
  2. Hellið blöndunni í stórt tart-form með lausum botni.
  3. Þjappið vel í botninn og upp allarhliðar.
  4. Kælið síðan tart-skelina og gerið karamelluna á meðan.

Saltkaramellusósa

  • 220 g sykur
  • 120 g vatn
  • 240 g rjómi
  • Klípa af salti

Aðferð:

  1. Setjið saman sykur og vatn í miðlungs pott og bræðið saman yfir lágum hita. Ekki hræra neitt í blöndunni en vaktið hana rosa vel.
  2. Hægt og rólega á blandan að byrja að fá smá dekkri lit, lækkið enn meira í hitanum og um leið og karamellan verður gullinbrún þá á að hella rjómanum út í í þremur skömmtum, og hrærið vel á milli.
  3. Varist að karamellan frussist smá upp og það gæti komið smá gufuský.
  4. Bætið síðan við klípu af sjávarsalti og sjóðið í auka 3 mínútur við miðlungs hita.
  5. Takið af hitanum og hellið í ílát sem þolir hita.
  6. Leyfið blöndunni síðan að kólna í 15 mínútur og hellið svo í tart-botninn og setjið inn í ísskáp í um það bil 30 mínútur.
  7. Á meðan er gott að byrja á súkkulaðiganache-inu.

Súkkulaði ganache

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g rjómi
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Hitið rjómann og smjörið saman þar til það kemur léttum suða.
  2. Takið síðan af hitanum og bætið súkkulaðinu við og hrærið þar til súkkulaðið hefur
  3. bráðnað.
  4. Látið blönduna kólna í 15 mínútur og hellið síðan yfir karamelluna.
  5. Leyfið svo tartinu að kólna alveg niður inni í ísskáp í um það bil 1 1⁄2 til 2 klukkustundir.

Samsetning:

  1. Best er að taka tartið út 30 mínútur áður en það er borið fram.
  2. Setjið tartið saman og endið á súkkulaðinu.
  3. Gott að hafa rjóma til hliðar en tartið er líka ljúffengt án hans.
  4. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert