Þessi kokteill gæti verið hinn fullkomni helgarkokteill. Uppskriftin kemur úr kokteilabókinni Heimabarinn eftir þá Andra Davíð Pétursson og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bókinni er að finna fjölmarga girnilega kokteila og drykki sem eiga sér skemmtilegar sögur.
Eins og fram kemur í kokteilabókinni er rætt að einn möguleikinn sé sá að Manhattan-kokteillinn hafi verið fundinn upp á Manhattan Club í New York. Ein sagan segir að árið 1874 hafi kokteillinn verið hannaður sérstaklega fyrir veislu sem haldin var af Jennie Jerome, sem einnig var þekkt sem Lafði Randolph Churchill, móðir Sir Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Manhattan-kokteillinn varð síðan heimsfrægur en að mati kokteilsagnfræðingsins David Wondrich er afar ólíklegt að kokteillinn hafi orðið til í fyrrnefndri veislu.
Mikilvægt er að framreiða drykkinn í kældu glasi
Manhattan er af mörgum talinn vera hinn fullkomni kokteill ef hann er gerður rétt. Í hann á að fara hágæða rúgviskí eins og Bulleit Rye en einnig er hægt að nota búrbonviskí. Mikilvægt er að drykkurinn sé framreiddur í kældu glasi og að hlutföllin séu í lagi. Mælt er með því í bókinni að stilla þau eftir eigin smekk.
Manhattan er hrærður kokteill. Það þýðir að hann er kældur vel í hræriglasi eða botninum á hristara áður en hann er streinaður í kælt martiniglas. Að hræra drykk er einfalt að mati sérfræðinganna.
Manhattan-kokteillinn
Fyrir 1
Skraut:
Aðferð: