Heimalagaða guacamole sem rífur í

Ferskt guacamole sem rífur í og er fáranlega auðvelt að …
Ferskt guacamole sem rífur í og er fáranlega auðvelt að búa til. Ekta fyrir næsta næsta grillpartí. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hver elskar ekki ferskt guacamole sem rífur í? Berglind Hreiðar hjá Gotterí og gersemar er með æði fyrir sterku guacamole og er búin að þróa sína uppáhaldsuppskrift sem hún deildi með fylgjendum sínum á dögunum. Það er vel hægt að mæla þessa gleði og það er hægt að bera guacamole með alls konar réttum, ekki bara mexíkóskum.

Svo er það líka svo gott með snakki og smáréttum. Ég mæli með því að þið prófið og búið til ykkar eigið guacamole, það er svo miklu betra.

Sterkt guacamole

  • 5-6 lítil avókadó (í neti)
  • 150 g piccolo tómatar
  • ½ rauðlaukur
  • 1 lúka kóríander
  • 1 límóna (safinn)
  • 2 msk. Tabasco sósa
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Stappið avókadó, skerið niður tómata og saxið lauk og kóríander.
  2. Setjið allt saman í skál, kreistið límónu yfir og blandið saman með Tabasco-sósunni og kryddi eftir smekk.
  3. Njótið með nachos-flögum eða öðru sem hugurinn girnist.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert