Hanna kann að gera pikklaðan jalapeno sem bragð er af

Pikklaður jalapeno getur kryddað lífið og tilveruna þegar matur er …
Pikklaður jalapeno getur kryddað lífið og tilveruna þegar matur er annars vegar. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Ef ykkur langar í skemmtilegt og einfalt meðlæti sem gefur gott bragð er vel hægt að mæla með pikkluðum jalapeno. Hann kryddar ekki bara matinn heldur líka matarupplifunina.

Þessi uppskrift frá Hönnu Thordarson, matgæðingi og leirlistakonu með meiru, er mjög sniðug ef þið eigið jalapeno, helst íslenskan, og viljið lengja líftíma hans. Þá er þetta ein geymsluaðferð og þið njótið hans lengur.

Pikklaður jalapeno er til að mynda góður með hamborgaranum, pítsunni, fatjas, tortillum, samlokunni, kjúlklingnum eða bara þegar ykkur langar að gefa matnum sterkara bragð.

Pikklaður jalapeno

  • 2 jalapeno, skorinn í þunnar sneiðar
  • ¼ dl hvítvínsedik
  • ¼ dl vatn
  • 1 hvítlauksrif, saxað smátt eða pressað
  • 2 tsk. sykur
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja jalapeno-sneiðarnar í krukku eða skál, leyfið fræjum að fylgja með eftir smekk. Því fleiri, því sterkari verður blandan.
  2. Setjið vatn, sykur, hvítvínsedik, hvítlauk og salt í pott og látið ná suðu.
  3. Hellið síðan blöndunni ofan í krukku eða skál með loki
  4. Látið standa í a.m.k. 8 mínútur en að loknu setjið í kæli.
  5. Geymist ágætlega í lokuðu íláti í kæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert