Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna stendur yfirleitt í ströngu og það gustar alla jafna um hann í embætti forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að fullyrða að Donald Trump er mjög umdeild persóna og skoðanir á persónu hans eru sjálfsagt mjög mismunandi eftir stjórnmálaskoðunum, persónulegum gildum og sjónarmiðum fjölmiðla.
En forseti Bandaríkjanna á líka sínar mjúku hliðar og hann þarf að nærast inn á milli stórra og flókinna verkefna sem bíða hans í Hvíta húsinu í Washington DC alla daga.
Afslappaður morgunverður og hádegisverður er framreiddur í matsal Hvíta hússins í vesturálmunni þegar forsetahjónin eru heima. Boðið er upp á eggjakökur og pönnukökur á morgnana og samlokur, salöt eða einfalda aðalrétti í hádeginu. Kvöldverðir eru aðlagaðir að óskum forsetafjölskyldunnar.
Diet Coke er einkennisdrykkur Trumps og hann innbyrðir alla jafna nokkrar dósir á dag. Trump er reglumaður og lifir áfengislausum lífstíl. Hann drekkur ekki kaffi né te en drekkur þó vatn inn á milli.
Í meginatriðum spannar matseðill Hvíta hússins allt frá afslappaðri, hversdagslegri máltíð til vandlega skipulagðra máltíða á vegum hins opinbera sem endurspeglar jafnframt bæði líf forsetafjölskyldunnar og matarmenningu Bandaríkjamanna.