Með suðrænum og frönskum innblæstri

Nýjasti ísrétturinn hjá Omnom er sumarísinn þar sítrónan er í …
Nýjasti ísrétturinn hjá Omnom er sumarísinn þar sítrónan er í aðalhlutverki. Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og teymið hans eiga heiðurinn af réttinum. Samsett mynd

Sumarísinn frá Omnom er nú loksins kominn á matseðil og verður fáanlegur út ágúst. Ísrétturinn er bragðmikil samsuða af suðrænum og frönskum innblæstri. 

Það hlaut að koma að því að við myndum bjóða upp á sítrónuísrétt, enda er sítrónan einhvers konar alþjóðlegur samnefnari sumars og sólar. En við tókum að sjálfsögðu okkar snúning á þá hugmynd, sem endaði á að taka sér mynd með frönskum blæ,” sagði Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnanda súkkulaðigerðarinnar Omnom.

Rétturinn byggir á mjúkum vanilluísgrunni með frönsku sablé kökukrömbli, sítrónu-súraldins og blóðbergssultu, og er toppaður með súraldins marenskossum.

Smá sætt, smá salt, smá súrt. Einstaklega svalandi og seiðandi sprengja fyrir bragðlaukana,“ bætir Kjartan við með bros á vör.

Fyrir þá sem vilja smá sól í hjarta, þá er ísbúð Omnom staðsett á Hólmaslóð 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert