Glænýir grillþættir, Logandi ljúffengt, í samstarfi við Hagkaup, Bako Verslunartækni ásamt fleiri aðilum hefjast á Matarvef mbl.is í dag, 24. júní.
Fyrsti þátturinn fer í loftið í dag, 24. júní, þar sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins, Snædís Jónsdóttir, fer á kostum þegar hún heimsótti Sjöfn Þórðardóttur, umsjónarmann Matarvefs mbl.is, í garðinn. Hún mun bjóða upp á frumlega og skemmtilegan rétt sem fáir hafa séð.
Næstu vikur mun Sjöfn fá til sín góða gesti sem munu grilla sína uppáhaldsgrillrétti og gefa áhorfendum góð ráð þegar grilla skal. Missið ekki af þessari skemmtun.
Sjáið meira hér: