Hólmarinn, bóndinn og barþjónninn kom, sá og sigraðí Hólminum

Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði SCW Open - Hanastél …
Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði SCW Open - Hanastél keppnina og Hótel Egilsen sigraði vinnustaðakeppnina með drykk sem Chris blandaði. Samsett mynd/Ómar Vilhelmsson

Stórasta kokteilahátíð Íslands, eins og skipuleggjendum finnst gaman að kalla hana, öðru nafni Stykkishólmur Cocktail Week, lauk um helgina og tókst með eindæmum vel. Hátíðin var haldin af veitingahúsum og börum í Stykkishólmi ásamt Barþjónaklúbbi Íslands í samstarfi við Mekka Wines & Spirits að því fram kemur í tilkynningu frá klúbbnum.

Sérútbúnir kokteilaseðlar

Mikil gleði ríkti í einum fallegasta bæ landsins, Stykkishólmi, á meðan gestir og gangandi fögnuðu og skáluðu kokteilum. Staðirnir sem tóku þátt í SCW í ár voru Narfeyrarstofa, Hótel Egilsen, Sjávarpakkhúsið, Skipper og Fosshótel Stykkishólmur. Allir þessir staðir buðu upp á sérútbúinn kokteilaseðil sem enn er hægt að gæða sér á

Íslensk sumarnótt

Hápunktur hátíðarinnar átti sér stað síðastliðinn sunnudag á Fosshóteli Stykkishólms þar sem keppt var í tveimur flokkum í kokteilum; annars vegar vinnustaðakeppnin um Stykkishólmur Cocktail Week kokteil ársins, þar sem þátttökustaðir SCW kepptu sín á milli og hins vegar Stykkishólmur Cocktail Week Open - Hanastél í Hólminum.

Hér var um að ræða einstaklingskeppni og opin fyrir alla barþjóna og kokteilaáhugafólk, en það er í fyrsta skipti sem hún er haldin. Þemað var íslensk náttúra.

Hólmarinn Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu kom, sá og sigraði SCW Open - Hanastél keppnina sem var haldin í Stykkishólmi í síðustu viku. Hún sigraði keppnina með kokteilnum sínum sem ber heitið Íslensk sumarnótt.“

Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði kokteilakeppnina sem haldin var …
Thelma Lind Hinriksdóttir frá Narfeyrarstofu sigraði kokteilakeppnina sem haldin var í Stykkishólmi um nýliðna helgi með kokteilnum sínum sem ber heitið „Íslensk sumarnótt“. Samsett mynd

Thelma er mörgum hæfileikum gædd en hún er bæði bóndi og barþjónn og fer leikandi létt að vera með marga bolta á lofti í einu. Hún heillaði dómnefndina upp úr skónum með kokteilnum sínum og fasi.

Hótel Egilsen sigraði vinnustaðakeppnina og eru því með SCW kokteil ársins í boði hjá sér á seðli. Kokteillinn ber heitið Welcome to the Jungle''. Það var Chris sem sýndi listir sínar og hristi kokteilinn fyrir dómnefndina fyrir hönd Egilsen.

Chris sem sýndi listir sínar og hristi kokteilinn fyrir dómnefndina …
Chris sem sýndi listir sínar og hristi kokteilinn fyrir dómnefndina fyrir hönd Egilsen. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson

Í öðru sæti var Jón Helgi Guðmundsson á Óbarnum með kokteilinn Wabbit Season og Adam Kiss á Fosshótel Stykkishólmi tók þriðju sætið með kokteilnum Surreal Gimlet.

Íslenskt sumarblóm var sigurkokteillinn hennar Thelmu Lindar.
Íslenskt sumarblóm var sigurkokteillinn hennar Thelmu Lindar. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Kokteillinn ber heitið „Welcome to the Jungle'' sem Chris sigraði …
Kokteillinn ber heitið „Welcome to the Jungle'' sem Chris sigraði með. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Keppendurnir í Stykkishólmur Cocktail Week Open - Hanastél í Hólminum …
Keppendurnir í Stykkishólmur Cocktail Week Open - Hanastél í Hólminum saman komnir ásamt Ívari Sindra og Teit Schiöth. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
Chris var einbeittur við barþjónastarfið.
Chris var einbeittur við barþjónastarfið. Ljósmynd/Ómar Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert