Nú er tíminn þar sem margir eru á leið í útilegur, ferðalög, lautarferðir og að bjóða í alls kyns teiti. Þá er gaman að útbúa eitthvað rosa gott til að bjóða upp á við öll þessi tilefni. Bakarinn knái, Elenora Rós Georgsdóttir, er búin að þróa nýja uppskrift að döðlugotti sem er syndsamlega ljúffengt og passar vel að taka með í næstu ferð eða gleði.
„Í döðlugottið nota ég nýja sælgætið, LakkRís kúlur, sem allir eru að missa sig yfir. Þetta döðlugott er svo mjúkt, ótrúlega karamelluserað og lakkrískeimurinn sem kemur af rískúlunum er toppurinn á tindnum. Þetta geta allir útbúið og mun heldur betur slá í gegn, einfalt og einstaklega ljúffengt,“ segir Elenora með bros á vör.
Djúsí döðlugott með LakkRís kúlum
Aðferð: