Nýtt djúsí döðlugott sem þú átt eftir að missa þig yfir

Elenora Rós Georgsdóttir er búin að þróa nýja uppskrift að …
Elenora Rós Georgsdóttir er búin að þróa nýja uppskrift að ljúffengu döðlugotti sem á eftir slá í gegn. Samsett mynd

Nú er tíminn þar sem margir eru á leið í útilegur, ferðalög, lautarferðir og að bjóða í alls kyns teiti. Þá er gaman að útbúa eitthvað rosa gott til að bjóða upp á við öll þessi tilefni. Bakarinn knái, Elenora Rós Georgsdóttir, er búin að þróa nýja uppskrift að döðlugotti sem er syndsamlega ljúffengt og passar vel að taka með í næstu ferð eða gleði.

Döðlugottið lítur svo vel út og freistandi að næla sér …
Döðlugottið lítur svo vel út og freistandi að næla sér í bita. Ljósmynd/Elenora Rós

„Í döðlugottið nota ég nýja sælgætið, LakkRís kúlur, sem allir eru að missa sig yfir. Þetta döðlugott er svo mjúkt, ótrúlega karamelluserað og lakkrískeimurinn sem kemur af rískúlunum er toppurinn á tindnum. Þetta geta allir útbúið og mun heldur betur slá í gegn, einfalt og einstaklega ljúffengt,“ segir Elenora með bros á vör.

View this post on Instagram

A post shared by Elenora Rós (@bakaranora)

Djúsí döðlugott með LakkRís kúlum

  • 300 g smjör
  • 400 g púðursykur
  • 150 g Rice Krispies
  • 400 g döðlur
  • 1 pk. LakkRískúlur
  • 300 g Freyju suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á að klippa döðlurnar niður í smærri einingar.
  2. Bræðið saman smjör og döðlur í stórum potti við vægan hita.
  3. Bætið púpursykri saman við og hrær þar til blandan er komin vel saman.
  4. Takið pottinn af hellunni og bætið Lakk-Rís kúlunum og Rice Krispies saman við og hrærvel saman.
  5. Þéttið blönduna niður í pappírsklætt form og setjið inn á frysti í um það bil hálftíma.
  6. Bræðið suðusúkkulaðið og dreifið jafnt yfir allt döðlugottið.
  7. Frystið aftur í um 15-30 mínútur og skerið svo niður í litla bita og njótið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert