Hleðsla með jarðarberjum og vanillu er nýjasta viðbótin í Hleðslufjölskylduna hjá MS. Íþróttadrykkurinn Hleðsla hefur án efa fest sig í sessi sem einn vinsælasti próteindrykkur landsins og er því einkar ánægjulegt að kynna nýjung í vöruflokknum svona í byrjun sumars að því fram kemur í tilkynningu frá MS.
Fylgjendur Hleðslu á samfélagsmiðlum tóku þátt í vali á nýju bragðtegundinni í Hleðslufjölskyldunni. „Jarðarber og vanilla voru efst á óskalista þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun okkar á nýrri bragðtegund og verður því spennandi að fylgjast með viðtökunum,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri hjá MS.
„Til viðbótar höfum við nú í fyrsta sinn bætt trefjum við drykkinn enda er fólk sífellt að leita leiða til að bæta trefjum við mataræði sitt.“
Hleðsla er næringarríkur drykkur unninn úr hágæða íslenskri mjólk og próteinum og hentar vel eftir hvers kyns æfingar og hreyfingu, en ekki síður sem millimál, út á morgunkorn og hafragraut, í kaffibollann og bakstur. „Nýjasta nýtt er svo ísgerð, en við sjáum mikla aukningu í að fólk noti Hleðslu til að búa til próteinríkan ís heima fyrir. Við erum við alltaf jafn ánægð að heyra af nýjum og spennandi notkunarmöguleikum á Hleðslunni,“ segir Halldóra.
Halldóra er komið með æði fyrir því að fá sér hleðslubúst með jarðarberjum þar sem nýja Hleðslan leikur aðalhlutverkið og deilir hér uppskriftinni með lesendum.
Hleðslubúst með jarðarberjum
Fyrir 1
Aðferð: