Mikkeller-bjór aftur á dælur

Framkvæmdir standa nú yfir á húsnæðinu en það kemur til …
Framkvæmdir standa nú yfir á húsnæðinu en það kemur til með að taka talsverðum breytingum að sögn aðstandanda staðarins. Morgunblaðið/Eggert

Bakken verður bráðum opnaður og mun bjóða upp á bjór frá danska brugghúsinu Mikkeller. Þá verða grillaðar samlokur einnig í boði. Frá þessu greinir einn eigenda staðarins sem segir að opnað verði um miðjan júlí.

Bakken verður til húsa á Frakkastíg 7. Þar hafa áður verið starfræktar krár undir nafninu Reykjavík bar og Bar 7. Húsið er lítið og rúmar aðeins 25 manns.

Frá þessu greinir Kjartan Óli Ólafsson, kenndur við barinn Bird, í samtali við blaðamann.

Með honum standa Elva Sævarsdóttir og Helgi Heimisson að opnun staðarins.

Mikkeller hefur ekki sést á dælum Reykjavíkur síðan Mikkeller & Friends á Hverfisgötu var lokað 2019.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert