Það er alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir að gómsætum vefjum sem gleðja bragðlaukana. Berglind Hreiðars, uppskriftahöfundur hjá Gotterí og gersemar, gerði þessa ljómandi góðu vefju þar sem pestó og burrata eru í aðalhlutverki sem er með sumarlegu ívafi.
Þegar ykkur langar í eitthvað gómsætt og einfalt á góðum degi er þetta málið.
Kotasæluvefja með pestó og burrata
Fyrir 1-2
- 200 g kotasæla
- 1 stk. egg
- 1⁄2 tsk.salt
- 1⁄2 tsk.hvítlauksduft
- 1⁄2 tsk.basilkrydd (þurrkað)
- smá pipar eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C
- Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel.
- Takið til um 20 x 20 cm eldfast mót/bökunarform og klæðið það með bökunarpappír.
- Spreyið botninn með matarolíuspreyi.
- Hellið kotasælublöndunni yfir og dreifið vel úr.
- Bakið í 25-30 mínútur þar til yfirborðið er orðið vel gyllt/bakað.
- Kælið í um 5 mínútur áður en þið setjið áleggið yfir og rúllið upp.
Álegg
- 3 tsk. ferskt pestó
- 1 stk. tómatur
- 1 stk. lítið avókadó
- 1 lúka basilíka
- 1 stk. burrata kúla
- Balsamikgljái eftir smekk
Aðferð:
- Smyrjið pestó yfir allan botninn.
- Skerið tómatinn í þunnar sneiðar og dreifið úr honum.
- Setjið næst avókadóbita og basilíku yfir tómatana.
- Rífið þá niður burrata kúluna og rúllið síðan öllu upp.
- Skerið í tvennt og toppið með balsamikgljáa.
- Berið fram og njótið.