Sæta ævintýrið hennar Cörlu

Carla Inés Valco flutti frá Argentínu til Íslands fyrir sex …
Carla Inés Valco flutti frá Argentínu til Íslands fyrir sex árum. Hún kom með það markmið að vinna í tískugeiranum og selja föt en í staðinn fór hún í kökugerð. mbl.is/Eyþór

Carla Inés Valvo flutti frá Argentínu til Íslands fyrir sex árum. Hún kom með það markmið að vinna í tískugeiranum og selja föt en í staðinn fór hún í kökugerð. Carla býr til gómsætar argentínskar kökur sem kallast alfajores og eru að hitta í mark hjá Íslendingum.

„Þegar ég kom til Íslands ætlaði ég að kynna og selja fatamerkið mitt Intensä Joy & Art en svo fóru hlutirnir aðeins öðruvísi en ég hélt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fötum, hönnun, litum og list. Á Covid-tímanum var ég komin með smá heimþrá og saknaði argentínskrar matargerðar. 

Ég fór þá að baka alfajoreskökur til að minna mig á heimalandið og ákvað að kynna þessar gómsætu kökur fyrir Íslendingum. Í framhaldi stofnaði ég fyrirtækið mitt Re Argentina Alfajores í ágúst á síðasta ári. Þannig að tísku- og fatadraumurinn vék fyrir bakstrinum,“ segir hún og brosir.

Carla var fyrst til að kynna alfajores-kökur á Íslandi en …
Carla var fyrst til að kynna alfajores-kökur á Íslandi en þær eru vel þekktar í heimalandi hennar, Argentínu. mbl.is/Eyþór

Vel þekktar í heimalandinu

Carla var fyrst til að kynna alfajores-kökur á Íslandi en þær eru vel þekktar í heimalandi hennar, Argentínu.,,Íslendingar hafa tekið mér opnum örmum sem og alfajores-kökunum. Ég er afskaplega þakklát og ánægð fyrir móttökurnar sem ég hef fengið með kökurnar,“ segir hún.

Carla leggur mikið í hverja köku og skreytir þær og segist sameina list og bakstursgerð með því að búa þær til. Mér finnst gaman að baka og það er spennandi fram undan. Ég er að undirbúa að koma með nýjar kökur sem kallast Re Dulce de Leche á markað líka samhliða alfajores. Það er líka margt spennandi í íslenskri bakstursgerð m.a. rabarbari og lakkrís. Ég horfi opnum hug á að taka meira úr íslenskri baksturshefð inn í kökurnar mínar,“ segir hún.

Kökurnar hennar fást á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og munu …
Kökurnar hennar fást á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og munu fást í Hagkaup frá og með 5.júlí næstkomandi. mbl.is/Eyþór

Valin í Uppsprettuna hjá Högum

Carla og fyrirtæki hennar Re Argentina Alfajores var valið sem eitt af frumkvöðlaverkefnum sem hlutu styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í matvælagerð. 

„Ég er ákaflega ánægð með stuðninginn sem Hagar hafa sýnt mér og það er mikils virði fyrir frumkvöðla að fá svona stuðning eins Uppsprettan er að veita,“ segir hún.

Carla og fyrirtæki hennar selur alfajores kökurnar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nú bætist Hagkaup við sem söluaðili. „Það verður stór stund þegar kökurnar mínar koma í Hagkaup 5. júlí nk. Þá verður slegið upp veislu og allir geta fengið að smakka kökurnar í Hagkaup.“

Mikill metnaður liggur bak við hverja köku og listrænir hæfileikar …
Mikill metnaður liggur bak við hverja köku og listrænir hæfileikar Cörlu koma vel fram í kökugerðinni. mbl.is/Eyþór

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert