Víking Gylltur fékk gullverðlaun

Hlynur Björnsson er stoltur af verðlaununum Víking.
Hlynur Björnsson er stoltur af verðlaununum Víking. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum einstaklega stolt af þessum árangri,“ segir Hlynur Björnsson, vörumerkjastjóri Víking brugghúss, en Víking Gylltur hlaut á dögunum gullverðlaun hjá hinni virtu alþjóðlegu gæðakeppni Monde Selection 2025.

Víking Gylltur er sem kunnugt er einn af þekktustu bjórum Víking brugghúss á Akureyri og kunna greinilega fleiri en Íslendingar að meta hann. Monde Selection er ein elsta og virtasta gæðakeppni heims fyrir drykkjarvörur og hafa verðlaunin verið afhent frá 1961. Sérfræðingadómnefnd skipuð fagfólki úr bruggun, smökkun og matvælaiðnaði leggur mat á bragð, lykt, útlit og jafnvægi vöru meðal annars. „Gullverðlaunin staðfesta þau háu gæðaviðmið sem Víking Gylltur uppfyllir í hverjum einasta dropa,“ segir Hlynur, sem hrósar fagmennsku bruggarateymis Víking.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert